Leita í fréttum mbl.is

Aðhalds skal gætt í rekstri Fjallabyggðar, laun bæjarfulltrúa lækka um 10%

Eftir 115. fund bæjarráðs Fjallabyggðar í gær þá er alveg ljóst að við þurfum að gæta aðhalds í rekstri sveitarfélagsins. Við sveitarstjórnafólk leggjum til að laun og nefndarlaun okkar lækki um 10 % og viljum með því setja ákveðið fordæmi.

Það veldur mér og öðrum bæjarfulltrúum áhyggjum að ekki er enn ljóst hvort og hversu mikið framlag Jöfnunarsjóðs verði til sveitarfélaga og er sú óvissa óviðunandi öllu lengur.

Meðan þessar upplýsingar liggja ekki fyrir er erfitt eða nánast illmögulegt að vinna í áætlun þegar svo stórar forsendur liggja ekki ljóst fyrir.

það er staðreynd að Fjallabyggð eins og mörg önnur sveitarfélög hafa fengið verulegar fjárhæðir frá Jöfnunarsjóði undan farin ár og mikilvægt er að framlagið skerðist sem minnst.

Það var viðtala við ráðherra sveitarstjórnarmála KLM á mbl.is fyrir ekki svo löngu síðan og þá sagðist hann gera allt sem í hans valdi stæði til að tryggja framlagið frá Jöfnunarsjóði, ég verð að treysta því að ráðherra standi við orð sín í þessum efnum.

Ef að framlag Jöfnunarsjóðs verðu með sama hætti og undanfarið ár þá breytast forsendur þeirrar áætlunar sem við höfum lagt upp með. Og meiri möguleiki á framkvæmdum og frekari uppbyggingu í sveitarfélaginu.

Eftir að hafa fundað með sviðstjórum og forstöðumönnum sveitarfélagsins þá væri áhugavert ef þú lesandi góður hefur tillögur um hagræðingu og aðhald í rekstri sveitarfélagsins gætir sent mér línu og henni verður komið á framfæri.

Ákveðið var að leggja eftirfarandi línu af bæjarráði

"Farið var yfir fjárhagsáætlunartillögur sem eru til umfjöllunar í bæjarráði.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við áætlunargerð 2009 að:
Nefndarlaun og laun bæjarfulltrúa lækki um 10%.
Aðhalds verði gætt með því að takamarka innkaup við það sem bráðnauðsynlegt er að endurnýja.
Tryggingar, sími og tölvuþjónusta, verði boðin út.
Ferðakostnaður bæjarfulltrúa og starfsmanna verði lágmarkaður.
Samningsbundnar akstursgreiðslur verði endurskoðaðar.
Stefnt verði að því að tryggja sem mesta vinnu í byggðarlaginu með ýmsum aðgerðum.
Upphæð til styrkúthlutunar hækki ekki milli ára.
Í ljósi aðstæðna leggur bæjarráð til að fyrirhuguðum bæjarstjórnarfundi næsta þriðjudag, verði frestað. "


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hermann Einarsson
Hermann Einarsson

Áhugamaður um allt milli himins og helvítis

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 94647

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband