9.11.2008 | 10:28
Sprotafyrirtækið SiglÓL stofnað
Eflaust finnst mörgum það full mikil bjartsýni á þessum tíma fjármálahruns og óvissu um framtíðina að stofna fyrirtæki. Við félagarnir sem stöndum að stofnun þessa fyrirtækis erum engu að síður bjartsýnir og miðað við þær móttökur sem við höfum fengið er ekki ástæða til annars.
Ég hef sagt það áður að landsbyggðin hefur undanfarin ár búið við "kreppu" skort á atvinnutækifærum og mikilli fólksfækkun. En afleiðing þessa ástands hefur gert það að verkum að mikið að nýsköpun hefur átt sér stað og allskonar hugmyndir kviknað og fjöldi sprotafyrirtækja orðið til.
Ég hef lúmskt gaman af því að heyra í Björk Guðmunds lýsa því að það þurfi að gera þetta og gera hitt til bjarga. Ég hef líka sagt að landsbyggðarfólkið gæti komið að uppbyggingu og hugmyndavinnu sem vonandi fer nú á fullt, það er jú fólkið sem hefur búið við þetta ástand undanfarin tíu til fimmtán ár.
Svona getur maður misst sig í riti um ástandið í landinu, ég ætla að setja hérna inn tilkynningu frá okkur eigendum í SiglÓl. Ef þú lesandi góður hefur einhverjar hugmyndir sem þú villt skjóta að okkur þá endilega hafðu samband á netfangið hemmieinars@internet.is
Tilkynning frá SiglÓl ehf
Fyrirtækið SiglÓl var stofnað um verkefni sem byrjað var að vinna í síðastliðið sumar.
Verkefnið gengur út á það að vinna úr vannýttu hráefni sem fellur frá kjöt og fiskvinnslum,einnig er horft til þess tækifæris að nýta vatnið sem nú streymir ónýtt úr Héðinsfjarðargöngum
Næstu fjóra mánuði verður unnin fullmótuð viðskiptaáætlun og vöruþróun og er unnið í samvinnu við sveitarfélagið Fjallabyggð, Sparisjóð Siglufjarðar, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Rannsóknarstofnun í hagnýtri örverufræði við Háskólann á Akureyri.
Meginmarkmið er að skjóta styrkari stoðum undir atvinnulífið í Fjallabyggð og vinna úr þeim auðlindum sem fyrir eru í sveitarfélaginu.
Eigendur félagsins eru:
Baldvin Steinar Ingimarsson
F.Steinar Svavarsson
Hermann Einarsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:30 | Facebook
Nýjustu færslur
- 28.1.2011 Börnin borga,,,
- 14.1.2011 Niðurrif
- 31.12.2010 Innantóm loforð
- 11.11.2010 Þjóðar atkvæðagreiðslu
- 3.11.2010 Leiðtoginn,,,
Tenglar
Bloggvinir
Áhugaverðar heimasíður
- Framsóknarfélögin í Fjallabyggð
- Stjórnsýsluráðgjöf Sigurður Tómas
- Hrönn Einarsdóttir flottar myndir
- Sveinn Þorsteinsson myndir
- Þjóðlagasetur Sr Bjarna Þorsteinssonar
- Síldarminjasafn Íslands á Siglufirði
- Gistihúsið Hvanneyri
- Ferðaþjónusta Siglufjarðar
- Leó Óla
- Siv Friðleifsdóttir
- Vélhjólafélag Smaladrengja
- Samband íslenskra sveitafélaga
- Norðurland
- Skíðafélag Siglfirðinga Skíðaborg
- Háskólin á Hólum
- Lífið á Sigló
- Framsókn
- Fjallabyggð
- Þórarinn Hannesson Trúbador og ljóðskáld
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Birkir Jón Jónsson
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Fanný Guðbjörg Jónsdóttir
- Heiðar Lind Hansson
- Ketilás
- Sigurður Árnason
- Vefritid
- maddaman
- Einar Björn Bjarnason
- FUF í Reykjavík
- Gestur Guðjónsson
- Hlini Melsteð Jóngeirsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Rauða Ljónið
- Samband ungra framsóknarmanna
- Sigurjón Norberg Kjærnested
Athugasemdir
Loks gleðifréttir. Óska ykkur farsældar.
María Kristjánsdóttir, 9.11.2008 kl. 10:37
Kannski getur þessi hugmynd gengið með hugmyndum, sem ég hef haft um afurðir úr moltuframleiðslu seyru. Binding, er ég það að hugsa um. Ég kynnti þetta fyrir Gunnari Smára og gerði greinargerð um, en hef engin viðbrögð fengið enn. Kannski þiðséuð mennirnir til að takaá þessu. Hugmyndin er mín, en ég vil bara að einhver nýti sér hana.
Tékkaðu á þessu. Það er ekkert það vitlaust að ekki megi skoða á þessum síðustu og verstu.
Jón Steinar Ragnarsson, 9.11.2008 kl. 10:38
Takk fyrir þetta, Jón við skoðum þetta og eigum eftir að vera í sambandi.
Hermann Einarsson, 9.11.2008 kl. 10:46
Það er eitt sem ég sé við Seyru að auki. Það er að þessi framleiðsla gefur af sér mikið magna af Metangasi, sem ætti að leggja mikla áherslu á að erja líka. Þannig gæti þessi framleiðsla og samvinna um hana jafnvel orðið sjálfbær um orku og jafnvel enn betur.
Það er annað sem ég hef velt fyrir mér, sem gera mætti byggðalaginu og þjóðinni til hagsbóta með því að nýta afskriftir á ýmsum ávöxtum, grænmeti ofl. Það er alkohólframleiðsla með það að markmiði að búa til eldsneyti.
Það er raunar eitt af hneykslu 20. aldarinnar að slíkt skuli ekki vera almennt. Nokkrir af fyrstu bílunum gengu fyrir alkohóli og það er með góðu móti hægt að keyra hvað sem er á því. Það er hinsvegar allt of auðvelt að framleiða það og það líkar ekki hjá olíumógúlum, sem finna því ekki bara allt til foráttu, heldur beita sér gegn því með ráðum og dáð. Það væri náttúrlega skelfilegt fyrir völd þeirra ef fólk gæti framleitt eldsneyti sitt að hluta sjálft.
Það er margt sem vert er að hugleiða til að tryggja fjárhagslegt sjálfstæði okkar og auka galdeyri eða draga úr útstreymi hans. Við þurfum að skoða alla möguleika um sjálfbærni á þessu sviði, en ég er viss um að það verður erfiður róður í byrjun vegna spillingar í stjórnsýslu landsins.
Jón Steinar Ragnarsson, 9.11.2008 kl. 18:22
Það þarf raunar aðeins lítilsháttar tilfærslur til að keyra vél á alkohóli og það má raunar líka nota það til að drýgja eldsneyti. Þetta er mikilvægt í ljósi efnahagslegrar sjálfbærni. Nú ríður á fyrir fjallabyggð sýna frumkvæði. Sjálfbær fjallabyggð.
Jón Steinar Ragnarsson, 9.11.2008 kl. 18:43
Innilega til hamingju. Megi þetta takast hjá ykkur.
Björg (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 19:33
ánægður með ykkur. Gangi ykkur vel
Oddur Helgi Halldórsson, 9.11.2008 kl. 23:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.