Leita í fréttum mbl.is

Þorgerður Katrín við krefjumst svara

Það bárust skilaboð frá ráðherra íþrótta og menntamála síðastliðin föstudag að hún verði enn eitt skiptið að fresta undirskrift um stofnun framhaldsskóla við utanverðan Eyjafjörð með höfuðstöðvar í Ólafsfirði.

Þetta eru enn ein vonbrigðin, en það er búið að bíða eftir ráðherra síðan í vor, búið er að ráða verkefnisstjóra og hefur hann unnið mjög gott starf með undirbúningsnefndinni og öðrum þeim aðilum sem málið varða.

Ég og fleiri bæjarfulltrúar höfðum skilning á tímaleysi ráðherra í sumar það voru persónuleg mál sem gerðu það að verkum að hún átti ekki heimangengt, fullur skilningur af okkar hálfu eins og áður segir.

Síðan kom upp sú staða að við áttum séns á liði á verðlaunapall á Ólimpíuleikunum og ráðherra studdi þá með ráðum og dáðum gott og vel, ennþá er þolinmæðin til staðar þó farin sé að minnka.

Loks gerist það að ráðherra er tilbúin að skrifa undir samning 5. nóvember allir ánægðir nú skal haldin veisla í Fjallabyggð hnallþórur og pönnukökur bakaðar, spurning þetta með pönnsurnar gáfu ekki svo góða raun þegar Solla beitti þeim í kosningu til öryggisráðsins.

En viti menn ÞKG má ekkert gera Árni dýralæknir setti allt á frost,, eða var það kannski Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn sem stoppaði það.

Ég neyta að trúa því að ráðherrar þessara tveggja ríkisstjórna sem nú eru í landinu ætli að láta okkur íbúum við utanverðan Eyjafjörð blæða hægt út.

Hvar eru loforðin um að auka menntunarstigið og auðvelda aðgengi að menntun í kreppunni,,,, 

það er óþolandi að sitja undir þessum loforðum endalaust og þau svikin jafnóðum, getur verið að forseti bæjarstjórnar Akureyrar fyrsti þingmaður NA kjördæmis sjái einhverja ógnun í þeim skóla sem fyrirhugaður er í Ólafsfirði, getur verið að skólastjóri VMA og bæjarfulltrúi D listans á Akureyri sjái einhverja ógn við sinn skóla þegar skólinn rís í Ólafsfirði?????

Ágæti lesandi það er skítalikt af málinu og mörgum spurningum ósvarað, en vonandi verða skýr svör eftir fund með ráðherra á Akureyri á morgun ég hlakka til að hitta ráðherra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Ágæti Hermann!

Þið, rétt eins og restin af þjóðinni, hafið orðið enn á ný fyrir barðinu á þessum stjórnmálamönnum. Þetta er náttúrulega hundleiðinlegt, sérstaklega þegar svona vinnubrögð bitna á heilu byggðalögunum, sem meiga mörg ekki við fleiri efnahagslegum áföllum. Þetta sýnir bara aftur á ný, hvað ríkisstjórnin heldur að við séum einföld.

Mér var sagt einusinni að best væri alltaf að segja satt, þá þyrfti maður að minna að muna.  

Það er óþolandi að vera sá sem logið er að. Verst er að sjá þegar stjórnmálamenn og fyrrverandi stjórnmálamenn ljúga upp í opið geðið á þjóðinni OG KOMAST UPP MEÐ ÞAÐ. Þetta er svo hryggilegt.  Hér þarf ekki nema eitt sameinað átak, og þá losnum við við þetta lið.  Eigum við ekki að gera eitthvað í þessu?

Baldur Gautur Baldursson, 4.11.2008 kl. 16:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hermann Einarsson
Hermann Einarsson

Áhugamaður um allt milli himins og helvítis

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband