Leita í fréttum mbl.is

Stöndum þétt saman

Eftirfarandi ályktun var samþykkt í bæjarráði Fjallabyggðar í gær.

Bæjarráð samþykkti eftirfarandi ályktun á fundi sínum  23. október 2008.
Bæjarráð Fjallabyggðar tekur undir með forystu Sambands íslenskra sveitarfélaga um að lögð verði áhersla á eftirfarandi þætti í samskiptum við ríkisvaldið á næstunni:


Ekki verði gerðar neinar breytingar á Jöfnunarsjóði sveitarfélaga í því ástandi sem nú ríkir, tillögum endurskoðunarnefndar frá desember 2007 verði slegið á frest um sinn.
Áfram verði greitt 1.400 m.kr. aukaframlag í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.

Í ljósi þeirra þrenginga sem steðja að landsmönnum þá vill bæjarráð beina því til forsvarsmanna og íbúa sveitarfélagsins að standa saman að eflingu innviða samfélagsins t.d. með því að versla í heimabyggð og nýta til fulls þá þjónustu sem fyrir er í sveitarfélaginu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Árnason

Við í sveitarstjórn Skagafjarðar ályktuðum um aukaframlagið á þriðjudaginn: "Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar skorar á ríkisvaldið að tryggja áfram 1400 mkr.  aukaframlag til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Ljóst er að sveitarfélögin munu gegna lykilhlutverki í því að takmarka áhrif efnahagsörðug­leikanna á íslenskt samfélag. Sveitarfélögin halda úti fjölþættri þjónustu með tugumþúsunda starfsmanna ásamt því að standa fyrir miklum framkvæmdum er styrkja atvinnu- og mannlíf um land allt. Ætla má að mörg sveitarfélög verði fyrir verulegum tekjumissi vegna fækkunar fyrirtækja og þar með lækkandi útsvars. Því er afar mikilvægt að ríkisvaldið haldi áfram að greiða aukaframlög til Jöfnunarsjóðs svo sveitarfélögin geti sinnt skyldum sínum og haldið áfram að efla atvinnu- og mannlíf.
Því skorar sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar á ríkisvaldið að tryggja áfram 1400 mkr. aukaframlag til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.“

Sigurður Árnason, 24.10.2008 kl. 10:33

2 Smámynd: Bjarkey Gunnarsdóttir

Þá væri nú ekki úr vegi að sveitarfélagið gengi á undan með góðu fordæmi og verslaði við heimaaðila þegar kemur að veitingum í Tjarnarborg. Það hefur ekki verið gert árum saman.

Sé ekki fyrir mér að við förum að hundsa t.d. Skiltagerðina, trésmiðina á báðum stöðum osfrv. En þetta hefur viðgengist þrátt fyrir ábendingar.

En þú kemst líklegast ekki í dýrðina í Tjarnarborg Hemmi minn miðað við veður, því miður hefði verið gaman að hafa þig með okkur.

Bjarkey Gunnarsdóttir, 24.10.2008 kl. 21:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hermann Einarsson
Hermann Einarsson

Áhugamaður um allt milli himins og helvítis

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 94647

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband