15.10.2008 | 22:31
Endurskoðuð fjárhagsáætlun Fjallabyggðar 2008
Eftir 5 tíma bæjarstjórnarfund í gær þá liggur fyrir endurskoðuð fjárhagsáætlun fyrir árið 2008. Fundurinn var haldinn í Ólafsfirði hann hófst kl 17 og lauk kl 22.. ég og Birkir komum svo við hjá þeim ekta framsóknarhjónum Helgu og Jónsa áður en haldið var heim.
það var fallegt að keyra yfir Lágheiðina og út Fljótin heiðskýrt og tunglskin. Við félagar höfðum um margt að spjalla og nýttist tíminn á heimleiðinni vel.
Hér neðanmáls eru helstu tölur tíundaðar en einnig má sjá fundargerðina í heild sér á vef Fjallabyggðar.
Helstu breytingar frá fyrri áætlun voru: Heildartekjur voru áætlaðar 1.559 milljónir kr. en verða í endurskoðaðri áætlun 1.556 milljónir. Lækkun um 3 mkr.
Heildargjöld voru áætluð 1.472 milljónir kr. en verða í endurskoðaðri áætlun 1.540 milljónir. Hækkun upp á 68 mkr.
Fjármagnsliðir voru áætlaðir 16 mkr. nettó í tekjur en verða í endurskoðaðri áætlun neikvæðir um 195 mkr. sem er 211 mkr. viðsnúningur.
Rekstrarniðurstaða sjóða sveitarfélagsins var áætlað 104 mkr. í tekjur umfram gjöld en í endurskoðaðri áætlun er gert ráð fyrir 178 mkr. gjöldum umfram tekjur. Viðsnúningurinn er að stærstum hluta vegna verðbótabreytinga.
Í endurskoðaðri fjárhagsáætlun hækka fjárfestingahreyfingar um tæpar 26 mkr.
Breytingar þessar koma til að ýmsum þáttum, svo sem vegna vanáætlunar og meðvitaðar ákvarðanir bæjarstjórnar um að gefa í á árinu og hafa þetta ár ár framkvæmda. Ákveðið var að fara í umfangsmiklar gatnagerðarframkvæmdir og í viðhald eigna.
Þrátt fyrir þetta þá hefur þessi breyting ekki veruleg áhrif á handbært fé sveitarfélagsins miðað við upphaflega áætlun sem gerði ráð fyrir 366 mkr. í handbær fé í árslok en í endurskoðaðri áætlun sem hér er kynnt er gert ráð fyrir 354 mkr. eða 12 mkr. breyting.
Meirihlutinn lagði fram bókun sjá eftirfarandi.
Meirihluti B- og D-lista óskar að eftirfarandi sé bókað.
"Gríðarlegur niðurskurður á þorskkvóta og staða atvinnumála hefur kallað á mótvægisaðgerðir af hálfu Fjallabyggðar. Þess vegna ákvað meirihlutinn s.l. vor að auka við framkvæmdir og viðhaldsverkefni um 60 m.kr. Árið 2008 var ár framkvæmda.
Verkefni sem boðin voru út voru talsvert dýrari en áætlun gerði ráð fyrir, en ekki þótti ráðlegt að hætta við verkefnin.
Þær framkvæmdir og viðhald sem meirihlutinn hefur farið í eru að skila sér í betri aðstöðu og eignum, fegurri og snyrtilegri bæjum.
Þá hafa verið gerðar aðgerðir bæði þjónustulega og tækjalega til þess að hlúa að barnafjölskyldum m.a. með heitum máltíðum í skólum, viðgerðum og endurbótum á leikskólum og skólum. Þá hafa leiktæki verið keypt á skólalóðir og leikvelli.
Í ljósi mikillar verðbólgu er reiknað með 211 m.kr. hækkun á fjármagnsliðum í áætlun. Hækkun á verðlagi og launahækkanir hafa jafnframt leitt til þess að erfiðara hefur verið fyrir þjónustustofnanir sveitarfélagsins að halda áætlun.
Ytri áhrifaþættir, verðbólga og niðurskurður veiðiheimilda, hafa því að langmestu leyti ráðið þeirri niðurstöðu sem endurskoðuð fjárhagsáætlun sýnir.
Meirihluti B- og D-lista boðar aðhald og ráðdeild í rekstri Fjallabyggðar á árinu 2009. Hins vegar er brýnt að halda áfram framkvæmdum sem miða að fegurri bæjum og eflingu atvinnulífs."
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- 28.1.2011 Börnin borga,,,
- 14.1.2011 Niðurrif
- 31.12.2010 Innantóm loforð
- 11.11.2010 Þjóðar atkvæðagreiðslu
- 3.11.2010 Leiðtoginn,,,
Tenglar
Bloggvinir
Áhugaverðar heimasíður
- Framsóknarfélögin í Fjallabyggð
- Stjórnsýsluráðgjöf Sigurður Tómas
- Hrönn Einarsdóttir flottar myndir
- Sveinn Þorsteinsson myndir
- Þjóðlagasetur Sr Bjarna Þorsteinssonar
- Síldarminjasafn Íslands á Siglufirði
- Gistihúsið Hvanneyri
- Ferðaþjónusta Siglufjarðar
- Leó Óla
- Siv Friðleifsdóttir
- Vélhjólafélag Smaladrengja
- Samband íslenskra sveitafélaga
- Norðurland
- Skíðafélag Siglfirðinga Skíðaborg
- Háskólin á Hólum
- Lífið á Sigló
- Framsókn
- Fjallabyggð
- Þórarinn Hannesson Trúbador og ljóðskáld
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 94647
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Birkir Jón Jónsson
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Fanný Guðbjörg Jónsdóttir
- Heiðar Lind Hansson
- Ketilás
- Sigurður Árnason
- Vefritid
- maddaman
- Einar Björn Bjarnason
- FUF í Reykjavík
- Gestur Guðjónsson
- Hlini Melsteð Jóngeirsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Rauða Ljónið
- Samband ungra framsóknarmanna
- Sigurjón Norberg Kjærnested
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.