Leita í fréttum mbl.is

Alþjóðlegur Hjartadagur

Ég fékk bréf í síðustu viku frá Rannsóknarstöð Hjartavernd, það er meðal annars sagt frá því að 28. sept verður haldin um víða veröld sem Alþjóðlegur Hjartadagur.Heart

Þetta var einnig fræðslu og hvatningarbréf um þær rannsóknir sem gerðar hafa verið og verið er að vinna í og hvatning til að huga betur að heilsunni.Heart

Bréf þetta vakti mig til umhugsunar um líkamlegt ástand mitt og minna nánustu, vonandi á það við um fleiri. Í móðurætt minni er mikið um kransæðasjúkdóma og dó móður amma mín úr slíku.

Meðal annars segir í bréfinu " Eina leiðin fyrir þig til að fá vitneskju um hver er áhætta þín er að panta tíma hjá fagfólki sem mælir blóðþrýsting, stöðu kólesteróls og blóðsykurs, mælir mittismál og/eða reiknar út þinn þyngdarstuðul (BMI). Þegar þú veist áhættu þína geturðu hugsanlega tekið í taumana og dregið úr líkunum á að þú þróir með þér hjartasjúkdóma." Já þetta ætti að vera okkur öllum hjartans mál Heart

Tekið af heimasíðu hjartaverndar

Hvernig er hjartvænn lífstíll?

Það er að byrja ekki að reykja eða hætta að reykja, það er aldrei of seint. Í boði eru
fjölda námskeiða í reykleysismeðferð og ýmis hjálparlyf.

Regluleg hreyfing hefur verulegan heilsufarslegan ávinning. Það hefur sýnt sig í rannsóknum að samtals hálftíma hreyfing á dag 5 daga vikunnar eða oftar dregur verulega úr líkum á því að fólk þrói með sér hjartasjúkdóm. Áhrif hreyfingar á hjarta- og æðakerfi eru fjölþætt; sterkari hjartavöðvi, aukið þol, blóðþrýstingur lækkar, jákvæð áhrif á blóðfitu einkum á góða kólesterólið, auðveldara að halda kjörþyngd bæði með aukinni brennslu og auknum grunnefnaskiptahraða. Regluleg hreyfing dregur úr líkum á offitu og ýmsum sjúkdómum, minnkar streitu og kvíða, bætir svefn og leiðir af sér betri almenna líðan. Til þess að fólk gefist ekki upp á reglulegri hreyfingu þarf að velja hreyfingu sem fólk hefur gaman af, nýta hreyfinguna í daglega lífinu s.s nota stigana, ganga í búðina eða til vinnu þar sem það er hægt.

Matarræðið er annar þáttur sem skiptir máli við hjartvænan lífstíl og við getum haft áhrif á. Þar eru EMMin þrjú sem þarf að skoða; rétta Máltíðamunstrið, rétta Magnið og rétti Maturinn. Varðandi máltíðarmunstrið þá er talað um að borða reglulega yfir daginn 4-5 máltíðir á dag. Hvað magnið snertir eru einfaldar reglur sem hægt er að styðjast við eins og að fá sér einu sinni á diskinn og halda sig við reglulegar máltíðir og borða lítið sem ekkert eftir kvöldverð. Margir fara út í að borða of lítið þe. borða of fáar hitaeiningar sem er ekki gott. Varðandi matinn er fjölbreytt fæði úr öllum fæðuflokkum án óþarfa fitu og sykurs talið heppilegast. Matardagbók er einfalt en afar gott hjálpartæki fyrir fólk til að skoða sitt máltíðamunstur, magn og hvað það er að borða.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hermann Einarsson
Hermann Einarsson

Áhugamaður um allt milli himins og helvítis

 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband