Leita í fréttum mbl.is

Ljóðabærinn Siglufjörður

Það er mikill fengur fyrir bæjarfélag að hafa innan sinna raða eins skapandi listafólk eins og við erum svo heppin að hafa hérna á Sigló (Fjallabyggð). Brynja og Þórarinn eru bæði tvö með miklar og að mínu mati mjög góðar hugmyndir í þá átt að skapa bænum sérstöðu á landsvísu.

Glóð Ljóðahátíð 25.-27.september sem Þórarinn Hannesson stendur fyrir fer vel af stað. Leitast er við að virkja sem flesta svo sem nemendur í grunnskólanum og bæjarbúa, Þórarinn Eldjárn les úr verkum sínum og veitir verðlaun í ljóðasamkeppni Grunnskóla Siglufjarðar.

Í kvöld verður svo í Gránu aldarminning Steins Steinars dagskrá í tali og tónum um Stein steinar. Elfar Logi Hannesson og Þröstur Jóhannesson flytja ljóðleikinn Búlúlala, Örlygur Kristfinnsson fjallar um tíma Steins á Siglufirði, Þórarinn Eldjárn segir frá Steini og kveðskap hans og Þórarinn Hannesson flytur eigin lög við ljóð skáldsins.

Eftirfarandi er tekið úr fundargerð atvinnu og ferðamálanefndar. 

1.      Ljóðabærinn Siglufjörður - Brynja Baldursdóttir.     Brynja Baldursdóttir, myndlistamaður og hönnuður kynnti mjög svo nýstárlega hugmynd um að gera Siglufjörð að ljóðabæ.  Hugmyndin er að skreyta bæinn með sýnilegum ljóðum hvar sem er um bæinn, t.d. á gangstéttum, ljósastaurum, húsum, húsgögnum og nánast hvar sem er.  Þá væri hægt að setja upp brjóstmyndir af þjóðskáldunum.   Fundarmenn sammála um að fylgja þessari hugmynd úr hlaði og að skoða þetta mál frekar. Ljóðasetur Íslands - Þórarinn Hannesson.Þórarinn Hannesson mætti til fundarins og kynnti þar hugmynd sína að stofnun Ljóðaseturs Íslands á Siglufirði.  Byrjaði með ljóðakvöldi Glóa og hefur síðan vaxið og aukist.  Ljóðahátíð verður nú á næstunni og verða sérstakir gestir Þórarinn Eldjárn og Ari Trausti Guðmundsson.  Hugmyndin með ljóðasetrinu er að gera grein fyrir ljóðlistinni frá landnámi og til okkar daga.  Kynningar og fræðimenn fengju þarna möguleika til skoða ljóðlistina.  Þarna er hugmyndin að hafa ljóðabókasafn, ljóðabókasölu, kaffihorn og möguleika til að glugga í ljóðabækur, upplestrar og ljóðakvöld.    Reynt verður að opna fyrsta áfanga setursins á árinu 2009. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hermann Einarsson
Hermann Einarsson

Áhugamaður um allt milli himins og helvítis

 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband