27.9.2008 | 12:13
Ljóðabærinn Siglufjörður
Það er mikill fengur fyrir bæjarfélag að hafa innan sinna raða eins skapandi listafólk eins og við erum svo heppin að hafa hérna á Sigló (Fjallabyggð). Brynja og Þórarinn eru bæði tvö með miklar og að mínu mati mjög góðar hugmyndir í þá átt að skapa bænum sérstöðu á landsvísu.
Glóð Ljóðahátíð 25.-27.september sem Þórarinn Hannesson stendur fyrir fer vel af stað. Leitast er við að virkja sem flesta svo sem nemendur í grunnskólanum og bæjarbúa, Þórarinn Eldjárn les úr verkum sínum og veitir verðlaun í ljóðasamkeppni Grunnskóla Siglufjarðar.
Í kvöld verður svo í Gránu aldarminning Steins Steinars dagskrá í tali og tónum um Stein steinar. Elfar Logi Hannesson og Þröstur Jóhannesson flytja ljóðleikinn Búlúlala, Örlygur Kristfinnsson fjallar um tíma Steins á Siglufirði, Þórarinn Eldjárn segir frá Steini og kveðskap hans og Þórarinn Hannesson flytur eigin lög við ljóð skáldsins.
Eftirfarandi er tekið úr fundargerð atvinnu og ferðamálanefndar.
1. Ljóðabærinn Siglufjörður - Brynja Baldursdóttir. Brynja Baldursdóttir, myndlistamaður og hönnuður kynnti mjög svo nýstárlega hugmynd um að gera Siglufjörð að ljóðabæ. Hugmyndin er að skreyta bæinn með sýnilegum ljóðum hvar sem er um bæinn, t.d. á gangstéttum, ljósastaurum, húsum, húsgögnum og nánast hvar sem er. Þá væri hægt að setja upp brjóstmyndir af þjóðskáldunum. Fundarmenn sammála um að fylgja þessari hugmynd úr hlaði og að skoða þetta mál frekar. Ljóðasetur Íslands - Þórarinn Hannesson.Þórarinn Hannesson mætti til fundarins og kynnti þar hugmynd sína að stofnun Ljóðaseturs Íslands á Siglufirði. Byrjaði með ljóðakvöldi Glóa og hefur síðan vaxið og aukist. Ljóðahátíð verður nú á næstunni og verða sérstakir gestir Þórarinn Eldjárn og Ari Trausti Guðmundsson. Hugmyndin með ljóðasetrinu er að gera grein fyrir ljóðlistinni frá landnámi og til okkar daga. Kynningar og fræðimenn fengju þarna möguleika til skoða ljóðlistina. Þarna er hugmyndin að hafa ljóðabókasafn, ljóðabókasölu, kaffihorn og möguleika til að glugga í ljóðabækur, upplestrar og ljóðakvöld. Reynt verður að opna fyrsta áfanga setursins á árinu 2009.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- 28.1.2011 Börnin borga,,,
- 14.1.2011 Niðurrif
- 31.12.2010 Innantóm loforð
- 11.11.2010 Þjóðar atkvæðagreiðslu
- 3.11.2010 Leiðtoginn,,,
Tenglar
Bloggvinir
Áhugaverðar heimasíður
- Framsóknarfélögin í Fjallabyggð
- Stjórnsýsluráðgjöf Sigurður Tómas
- Hrönn Einarsdóttir flottar myndir
- Sveinn Þorsteinsson myndir
- Þjóðlagasetur Sr Bjarna Þorsteinssonar
- Síldarminjasafn Íslands á Siglufirði
- Gistihúsið Hvanneyri
- Ferðaþjónusta Siglufjarðar
- Leó Óla
- Siv Friðleifsdóttir
- Vélhjólafélag Smaladrengja
- Samband íslenskra sveitafélaga
- Norðurland
- Skíðafélag Siglfirðinga Skíðaborg
- Háskólin á Hólum
- Lífið á Sigló
- Framsókn
- Fjallabyggð
- Þórarinn Hannesson Trúbador og ljóðskáld
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Birkir Jón Jónsson
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Fanný Guðbjörg Jónsdóttir
- Heiðar Lind Hansson
- Ketilás
- Sigurður Árnason
- Vefritid
- maddaman
- Einar Björn Bjarnason
- FUF í Reykjavík
- Gestur Guðjónsson
- Hlini Melsteð Jóngeirsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Rauða Ljónið
- Samband ungra framsóknarmanna
- Sigurjón Norberg Kjærnested
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.