Leita í fréttum mbl.is

Auglýsing um lambakjöt "steingeld"

Ég get ekki orða bundist yfir auglýsingu sem ég hef séð á skjánum núna í nokkur skipti. þetta er auglýsing um lambakjöt.

Það kemur karlmaður að kjötborði í verslun og sér þetta fína stykki af lambakjöti og ætlar að fá það, fyrir aftan hann er ung kona og heyrir hún afgreiðslumanninn segja að þetta er restin af lambakjötinu.  Nú eru góð ráð dýr (lömb) hún vill fá lambakjöt og til að ná því þá tekur hún það til bragðs að missa alveg óvart smápeninga úr peningaveskinu sínu.

Að sjálfsögðu þá verður maðurinn fyrir framan hana var við þetta og hún brosir sínu blíðasta og spyr hvort að hann geti ekki aðstoðaða? Karlmaðurinn gerir það og á meðan hann er að skríða eftir eyrinum þá tekur hún innpakkaða lambakjötið og hverfur á braut, ekki þarf að taka fram að afgreiðslumaðurinn er líka karlmaður.

Bíðum nú aðeins við hvað er verið að gefa í skin?

1. konur beita kynferði sínum til að ná sínu fram?

2. karlmenn eru kjánar og auðvelt að plata?

3. karlmenn eru kurteisir og aðstoða konur í nauð?

Ég verð að viðurkenna að auglýsingar af þessu tagi eru mér ekki að skapi, ég get nefnt fleiri dæmi en ætla ekki að fjalla nánar um það hér. 

Ég trúi ekki öðru en að framleiðendur auglýsinga geti gert betur þetta snýst jú um lambakjöt halló matur er þetta eitthvað flókið?

Þið megið hafa samband auglýsingaframleiðendur ef þið eruð í vandræðum og hafið ekki meira hugmyndaflug en raun ber vitni alla vega varðandi lambakjötið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Daginn.

Í nefndri auglýsingu sést, ef vel er að gáð, að stykkið sem slegist er um er nautafille.

Það toppar alveg vitleysuna að mínu mati.

Karl Steinar Óskarsson (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 15:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hermann Einarsson
Hermann Einarsson

Áhugamaður um allt milli himins og helvítis

 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband