Leita í fréttum mbl.is

Er að sjást til sólar í öllu niðurtalinu?

Þá er það staðfest ráðherra íþrótta og menntamála hefur boðað komu sína til okkar í Fjallabyggð 3. okt og þá verður skrifað undir samning um framhaldsskóla við utanverðan Eyjafjörð með höfuðstöðvar í Ólafsfirði. 

En þennan sama dag erum við með ársþing Eyþings sem haldið verðu að þessu sinni í litlu Reykjavík (Akureyri) gaman verður að fjölmenna með rútu í Ólafsfjörð og skrifa undir við ráðherra.

Með þessari undirritun þá er ljóst að stóriðja okkar íbúa við utanverðan Eyjafjörð fer af stað göngin verða að öllum líkindum opnuð í mars 2010 og þá ætti skólabyggingin að vera klár, en stefnt er á að skólinn hefji starfsemi haustið 2009.

Ég hlakka mikið til þegar tengingin á milli þessara byggðarkjarna verður að veruleika þá kemur margt til með að breytast í okkar daglega lífi og öll samskipti auðveldari.

Þannig að óhætt er að segja að við íbúar Fjallabyggðar förum að sjá ljósið í enda gangnanna og ljósið í öllu niðurtalinu verður að veruleika. Það er nú svo að margt jákvætt er að gerast í okkar litla samfélagi.

Horfum fram á veginn og höfum trú á samfélaginu okkar, tökum höndum saman og verum jákvæð tölum um það sem vel er gert og er að gerast.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hermann Einarsson
Hermann Einarsson

Áhugamaður um allt milli himins og helvítis

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband