22.9.2008 | 23:48
Kaffi sötrandi krútt kynslóð
Ársþing SSNV var haldið á Siglufirði sl föstudag og hófst það kl 09 margt góðra gesta var á þinginu en það var það síðasta sem við Siglfirðingar sækjum. þegar kjördæmaskipanin var gerð og sameinað sveitarfélag Fjallabyggð varð til þá gekk Fjallabyggð í landshlutasamtökin Eyþing.
Ég hef síðastliðin tvö ár setið í stjórn SSNv fyrir hönd sveitarfélagsins og hefur það verið mjög ánægjulegt og lærdómsríkt svo ekki sé meira sagt, við sátum okkar síðasta stjórnarfund á fimmtudagskvöldið og var hann haldinn á Allanum. Á fundinum samdi stjórnin tillögu þess efnis að Fjallabyggð ætti fulltrúa á stjórnarfundum þegar málefni fatlaðra væru á dagskrá en við ætlum að halda því góða samstarfi áfram og útvíkka samninginn fyrir allt sveitarfélagið, Ólafsfjörður hefur fengið þjónustuna frá Akureyri.
Ljóst er að samningu sá er sveitarfélögin innan SSNV hafa gert við ríkið er mjög góður og óhætt er að segja að vel hafi verið hugsað um skjólstæðinga þessa málflokks.
Skemmst er frá því að segja að tillaga okkar var samþykkt á þinginu og er þungu fargi af manni létt, nú er það okkar í sveitastjórn og starfsfólk félagsmála að koma með tillögur að þeirri þjónustu og framkvæmd sem við viljum sjá.
Á þingið komu nokkrir gestir meðal annarra ráðherra jórturdýra og fiska og einnig ráðherra faratækja og sveitarstjórnarmála, einnig kom Þorvaldur Lúðvík forstjóri Saga Capital og vægast sagt þá hristi sá ágæti maður miklu lífi í umræðurnar en hann fór yfir stöðu peninga mála á landinu kaldi í dag og svo kom hann einnig inná samgöngubætur milli landsbyggðar og höfuðborgar(borg óttans). en Þorvaldur er líka flugmaður og á sína eigin vél sem hann notar mikið hann gagnrýndi ráðmenn þjóðarinnar mikið fyrir að taka ekki hreina afstöðu varðandi staðsetningu Reykjavíkurflugvallar.
Hann sagði meðal annars að allt tal um staðsetningu á Hólmsheiði væri útúr kú, talaði sem flugmaður og áhugamaður um veðurfræði sagðist hafa sagt ráðmönnum borgarinnar að þeir þyrftu ekki að vera eyða meiri tíma og peningum að skoða þann möguleika. Hann sagði einnig að það ættu ekki heldur að vera "kaffi sötrandi krútt kynslóð" sem réði því eingöngu hvar flugvöllurinn væri staðsettur þetta er jú ekki einkamál íbúa borgar óttans, hún hefur ákveðnum skyldum að gegna fyrir landið allt.
Nú svo komu áðurnefndi ráðherrar í mýflugumynd og sögðu nokkur orð ráðherra sveitarstjórnarmála kom inná stærð sveitafélaga en eins og flestir vita þá nefndi hann töluna þúsund en aðspurður um þá tölu þá var svarið einfalt þetta er tala sem er svo oft nefnd(hvað svo sem það þýðir) Fiski og jórturdýra ráðherra kom svo inná kvótakerfið sem er svo gott að það er enginn fiskur eftir til að veiða og örfá fyrirtæki eiga kvótann svo að nýliðun í greininni er engin heldur fækkar ef eitthvað er og svo toppaði hann ræðu sína með umræðu um byggðakvótann hversu mikilvægur hann væri sjávarplássunum ja hérna hér.
Eftir nokkrar umræður var svo boðið í óvissuferð og fórum við með gesti okkar í Héðinsfjörð, bæjarstjórinn þurftir að skjótast í austurbæinn að taka á móti Baldri Ólimpíufara og gat því ekki verið með okkur í þeirri ferð, en fólk var mjög ánægt með að koma í Héðinsfjörð og verða vitni að þeirri samgöngubót sem göngin verða.
það var stoppað í nokkra stund í Héðinsfirði og síðan haldið heim á leið komið við í Bátahúsinu en þar tók bæjarstjórinn á móti hópnum allir nema ráðherrarnir þeir voru svo tímabundnir komu og þáðu léttar veitingar og skoðuðu safnið. Við enduðum svo kvöldið í mat á Allanum en það var alveg magnaður matur það ver ég að segja, svo var skemmt sér fammeftir nóttu svona flestir.
Þingið hófst svo á laugardagmorgni kl 09 og lauk kl 11:30. Það kom í minn hlut að kveðja þetta ágæta samstarf sem við höfum átt og óhætt er að segja að eftirsjá var af okkur hjá öllum þeim sem tóku til máls.
Ég fór síðan á Frímúrarafund kl 13 en ég er búin að vera félagi síðan 2005 og var 25 ára afmælisfundur stúku okkar Siglfirðing það var margt um manninn eða 55 gestir á fundinum og síða var veislumáltíð á Allanum. Þetta var reglulega góður fundur og gaman að sjá svona marga gesti hjá okkur. Halldóra yngir geimsteinninn minn hafði komið kvöldið áður norður og við áttum svo góða kvöldstund á laugardagkvöldinu saman.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- 28.1.2011 Börnin borga,,,
- 14.1.2011 Niðurrif
- 31.12.2010 Innantóm loforð
- 11.11.2010 Þjóðar atkvæðagreiðslu
- 3.11.2010 Leiðtoginn,,,
Tenglar
Bloggvinir
Áhugaverðar heimasíður
- Framsóknarfélögin í Fjallabyggð
- Stjórnsýsluráðgjöf Sigurður Tómas
- Hrönn Einarsdóttir flottar myndir
- Sveinn Þorsteinsson myndir
- Þjóðlagasetur Sr Bjarna Þorsteinssonar
- Síldarminjasafn Íslands á Siglufirði
- Gistihúsið Hvanneyri
- Ferðaþjónusta Siglufjarðar
- Leó Óla
- Siv Friðleifsdóttir
- Vélhjólafélag Smaladrengja
- Samband íslenskra sveitafélaga
- Norðurland
- Skíðafélag Siglfirðinga Skíðaborg
- Háskólin á Hólum
- Lífið á Sigló
- Framsókn
- Fjallabyggð
- Þórarinn Hannesson Trúbador og ljóðskáld
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Birkir Jón Jónsson
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Fanný Guðbjörg Jónsdóttir
- Heiðar Lind Hansson
- Ketilás
- Sigurður Árnason
- Vefritid
- maddaman
- Einar Björn Bjarnason
- FUF í Reykjavík
- Gestur Guðjónsson
- Hlini Melsteð Jóngeirsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Rauða Ljónið
- Samband ungra framsóknarmanna
- Sigurjón Norberg Kjærnested
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.