Leita í fréttum mbl.is

Flugvöllurinn öryggistæki

Í kvöld kl 20 var blásið til fundar hjá Framsóknarféögunum á Siglufirði, bæjarmálin rædd af miklum eldmóð.

það voru um tuttugu manns á fundinum og er ég nokkuð sáttur með þá mætingu, ég verð að minnast á veitingarnar sem eru alltaf í boði á þessum fundum okkar þær eru alveg "meiriháttar" en konurnar í eldrafélaginu sjá um þær, pönnukökur, kleinur og hnallþórur svo eitthvað sé nefnt.

En eins og áður sagði þá voru mörg mál rædd og óhætt er að segja að mesta hitamálið hafi verið byggðakvótinn, en sú umræða er árleg og margar skoðanir í þeim efnum eins og gefur að skilja.

Ég skautaði yfir framkvæmdir sumarsins í stórum dráttum, Birkir fór yfir einstaka liði en hann er einnig formaður atvinnumálanefndar og kom þar af leiðandi inn á þau mál. Nokkrir nefndar menn gerðu svo grein fyrir hinum ýmsu málum, gott að fara svona yfir hlutina og skiptast á skoðunum gaman að heyra í gömlu refunum úr pólitíkinni hvernig þeir gerðu hlutina hérna áður fyrr og svo fram eftir götunum.

Nú fundurinn kom svo með ályktun í lokin og er hún svohljóðandi.

Framsóknarfélögin á Siglufirði mótmæla því harðlega að Siglufjarðarflugvöllur verði aflagður. Um er að ræða mikilvægt öryggismál fyrir íbúa Fjallabyggðar. Jafnframt veitir flugvöllurinn marga möguleika við uppbyggingu ferðamannaiðnaðarins. Framsóknarfélögin skora því á samgönguráðherra að standa vörð um Siglufjarðarflugvöll.

Eins og áður sagði þá spunnust miklar umræður um hin ýmsu mál og var flugvallarmálið eitt þeirra, góður fundur sem lauk svo um 23:00


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hermann Einarsson
Hermann Einarsson

Áhugamaður um allt milli himins og helvítis

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband