Leita í fréttum mbl.is

30. fundur í bæjarstjórn Fjallabyggðar

Óhætt er að segja að þessi fundur okkar í bæjarstjórn Fjallabyggðar hafi verið með þeim lengri en hann hófst kl 17 á Siglufirði í dag og lauk rúmlega 22 í kvöld.

Mörg mál voru til afgreiðslu og umræðu en bæjarstjórn fundaði síðast í Júlí og eftir það fór bæjarráð með stjórnsýsluvaldið. ég sit einnig í bæjarráði og er næsti fundur nk fimmtudag og er hann nr 103 ég hef þá setið 102 fundi og er ég mjög ánægður með þann árangur. við ræddum meðal annars um allar þær framkvæmdir sem átt hafa sér stað í sumar t.d. nýbygging við leikskólann í Ólafsfirði gatnaframkvæmdir í Siglufirði og svona mætti lengi vel telja.

það er nú samt svo að alltaf má gera meira og ég tala nú ekki um betur, en það er nú svo með okkar samfélag að þeir eru ófáir "sérfræðingarnir" á öllum sviðum þegar kemur að framkvæmdum. Vonandi verða þeir í framboði til næstu kosninga, þá verður sveitafélagið ekki á flæðiskeri statt.

Pólitíkin er að komast á fullt við ætlum að vera með félagsfund í Framsóknarfélögunum í Fjallabyggð á fimmtudagskvöldið og verða bæjarmálin rædd ofan í kjölinn og maður lifandi veitingarnar þær eru all svakalegar get ég sagt ykkur, nú svo má segja frá því að Össur iðnaðarráðherra og ofurbloggari ætlar ásamt fríðu föruneyti að heimsækja okkur í Fjallabyggð nk föstudag ég hlakka mikið til að hitta Össur skemmtilegur náungi þar á ferð, Birkir Jón hefur nauðað í honum að koma og loksins fann Össur tíma fyrir okkur. Svo nk mánudag á að heimsækja fjárlaganefnd Alþingis og er eins gott að koma vel undirbúin fyrir þann fund, vinna þarf á laugardag og sunnudag að þeirri heimsókn.

Svona rétt í lokin þeim til upplýsinga sem tóku eftir því að nokkrar holur voru grafnar í gamla malarvöllinn þá var verið að taka jarðvegssýni vegna fyrirhugaðra byggingaframkvæmda Búseta á svæðinu, en málið er loks að þokast á stað aftur eftir töluverða bið.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hermann Einarsson
Hermann Einarsson

Áhugamaður um allt milli himins og helvítis

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband