7.9.2008 | 10:43
Framhaldsskóli í Fjallabyggð með höfuðstöðvar í Ólafsfirði
Þá sér loks fyrir endann á því að skólinn verði að veruleika, þessi hugmynd ungs þingmanns okkar og bæjafulltrúa Birkis Jóns framsóknarmanns er loks orðin að veruleika, það var góður fundur með Jóni Eggerti verkefnisstjóra sem fram fór á Ólafsfirði og svo þremur tímum síðar á Siglufirði sl fimmtudag.
Það er ekki svo ósjaldan að ljóðlínurnar "urð og grjót uppí mót ekkert nema urð og grjót" hafi komið ansi oft uppí hugann undan farin misseri, við höfum mætt mikilli andstæðu ansi margra það verður að segjast eins og er og hef ég meðal annars fjallað um það hér áður á bloggi mínu, en til að gera langa sögu stutta þá er staðan núna þannig að héraðsráð Eyjafjarðar fer með málefni skólans.
Ástæðan er einfaldlega sú að héraðsráð hefur í gegnum tíðina komið að uppbyggingu framhaldsskóla við Eyjarfjörð í gegnum tíðina t.d VMA ogMA og fellur Fjallabyggð undir héraðsnefnd Eyjafjarðar í dag, en þetta nær frá Grenivík í austri og til Siglufjarðar í vestri og er stefnt að því að sveitarfélögin verði búin að skrifa undir samning með þátttöku í byggingarkostnaði fyrir 10 október.
Eins og lagt hefur verið upp þá verður skipuð fagnefnd sem verði verkefnisstjóra til halds og traust m.a. varðandi námsframboð, rekstur og húsnæðismálin. Skólinn verður undir eftirliti héraðsnefndar og eftir að undirskrift hefur farið fram þá verður skipuð byggingarnefnd sem verður skipuð fimm aðilum 2 frá menntamálaráðuneyti 1 frá fjármálaráðuneyti og 2 frá heimamönnum.
Það er gert ráð fyrir 70 milljónum á fjárhagsáætlun ríkisvaldsins árið 2009 40 milljónir í rekstur og 30 milljónir í hönnun og framkvæmdabyrjun.
Það kom meðal annars fram á fundi verkefnisstjóra á íbúafundunum að ljóst væri að skólahúsnæðið yrði ekki tilbúið haustið 2009 eins og stefnt var að í upphafi, og þá spunnust upp umræður um hvort að hefja ætti skólastarfið engu að síður þ.e.a.s. haustið 2009 og þá með hvaða hætti?
Það er tvennt í stöðunni í fyrsta lagi að fresta skólanum til haustsins 2010 eða að hefja skólastarfið 2009 og þá í fjarfundaformi á þremur stöðum fyrsta starfsárið. Eftir nokkra umræðu þá heyrist manni á að fólk sé tilbúið í að hefja reksturinn haustið 2009 og þá með þeim hætti sem áður sagði.
Ég var fyrst mjög efins með annað en að hefja starfið í fullbúnu húsi, en eftir að hafa hlustað á mörg sjónarmið þá tel ég ekkert vit í öðru en að hefja starfið í fjarfundabúnaði, ein ástæðan er sú að væntingin er mjög mikil að skólinn taki til stafa önnur ástæða er að gerð Héðinsfjarðargangna er eitthvað á eftir áætlun nú tala menn um mars 2010. Svo má ekki gleyma félagslega þættinum en krakkarnir hafa félagsskapinn hvert af öðru sem er mikilvægt.
Ef það verður ofan á að fjarfundarformið verður fyrir valinu þá sé ég þetta þannig fyrir mér að kennt verði í þremur stofum með kennari á einum stað í hvert skipti, það ætti ekki að vera neitt vandamál að finna hentugt húsnæði undir þessa starfsemi.
Við verðum að vera jákvæð í garð þessarar framkvæmdar og styðja hana með ráðum og dáðum og stefnum ótrauð á að fá glæsilegan menntamálaráðherra til að skrifa undir í Ólafsfirði 10 október.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- 28.1.2011 Börnin borga,,,
- 14.1.2011 Niðurrif
- 31.12.2010 Innantóm loforð
- 11.11.2010 Þjóðar atkvæðagreiðslu
- 3.11.2010 Leiðtoginn,,,
Tenglar
Bloggvinir
Áhugaverðar heimasíður
- Framsóknarfélögin í Fjallabyggð
- Stjórnsýsluráðgjöf Sigurður Tómas
- Hrönn Einarsdóttir flottar myndir
- Sveinn Þorsteinsson myndir
- Þjóðlagasetur Sr Bjarna Þorsteinssonar
- Síldarminjasafn Íslands á Siglufirði
- Gistihúsið Hvanneyri
- Ferðaþjónusta Siglufjarðar
- Leó Óla
- Siv Friðleifsdóttir
- Vélhjólafélag Smaladrengja
- Samband íslenskra sveitafélaga
- Norðurland
- Skíðafélag Siglfirðinga Skíðaborg
- Háskólin á Hólum
- Lífið á Sigló
- Framsókn
- Fjallabyggð
- Þórarinn Hannesson Trúbador og ljóðskáld
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Birkir Jón Jónsson
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Fanný Guðbjörg Jónsdóttir
- Heiðar Lind Hansson
- Ketilás
- Sigurður Árnason
- Vefritid
- maddaman
- Einar Björn Bjarnason
- FUF í Reykjavík
- Gestur Guðjónsson
- Hlini Melsteð Jóngeirsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Rauða Ljónið
- Samband ungra framsóknarmanna
- Sigurjón Norberg Kjærnested
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.