5.9.2008 | 00:15
Frumburðurinn tvítugur í dag en þá var líka verkfall,,,,
Að hugsa sér að tuttugu ár séu liðin síðan geimsteinninn kom í heiminn, ég man eins og gerst hafi í gær já svei mér þá. Meðgangan gekk ekki vel það á víst að vera svo að konur þyngjast en nei ekki móðir hennar Mörtu minnar hún var meira og minna rúmliggjandi og gubbandi meirihluta meðgöngunnar. Við áttum okkur ákveðna ÆLU staði á leiðinni frá Kópavogi og á Landsann, já þetta var alveg ótrúleg meðganga, svo gerist það að komið er að fæðingu við gerum okkur klár og erum að koma okkur út í bíl þegar nágranni okkar stoppar okkur á bílastæðinu og fer að spjalla hann segir síðan eftir smá stund hvort að hann sé að tefja okkur ja við erum eiginleg á leið á fæðingardeildina og eins og við manninn mælt hann verður eins og ræfill og biður okkur í öllum guðanna bænum að láta hann ekki tefja okkur og koma okkur af stað sem og við gerum.
Þarna var nú svo komið að ÆLU staðirnir voru ekki lengur til staðar og við bæði farin að þyngjast já mar tók nú þátt í þessu með móðurinni, síðan er komið á spítalann og þá er okkur vísað til einhverrar konu í viðtal. Ég var nú ekki alveg að skilja þetta það átti að fæða barna en ekki vera að kjafta eitthvað, nú skemmst er frá því að segja að við vorum ekki búin að vera lengi þarna inni í loflausu herberginu að mér fannst Þegar ég þurfti nauðsynlega að komast út það var að líða yfir kallinn. Já nú er komið að ykkur hetjunum að segja nokkur vel valin orð gerið svo vel,,,,
Jæja eftir að þær hafa spjallað og kallinn komin með lit í andlitið þá er komið að því að koma sér í stellingar og á stofu, eftir nokkurn tíma þá kemur í ljós að ekki er allt með felldu og það þarf að taka röntgen mynd. En viti menn röntgenlæknar eru í VERKFALLI ég trillaði móðurinni í rúminu ásamt hjúkrunarfræðingi í einhverjum undirgöngum og síðan tók við eilífðar bið eftir einhverjum til að lesa úr myndunum en það kom loks læknir frá Garðabæ.
Ég man bara að ég var að fara á límingunum og móðirin sárkvalin en hún stóð sig eins og hetja. Nú loks kemur niðurstaða barnið er sitjandi omg ég ætla ekkert að fara nánar út í fæðinguna en hún gekk vel, það kom drauma prinsessa í heiminn.
Ég gleymi seint þeim degi þegar hjúkrunarkona bauð mér te og brauðsneið með osti þarna í fæðingarherberginu já já nei takk þetta var örugglega vel meint en listin var vægast sagt engin. Mér var sagt að ég hafi staðið mig vel og móðirin stóð sig eins og hetja.
Þegar ég kom heim um kvöldið þá hringdi vinur minn í blokkinni sem tafði okkur þarna á planinu, en þá höfðu þau skötuhjú beðið spennt eftir að ég kæmi heim. Hann sagði mér seinna að kærastan hafði skammað hann all svakalega fyrir að tefja okkur.. :)
En ég verð að segja nú þegar þið sem eruð að eignast sitt fyrsta barn og ljósmæður í verkfalli, farið ekki á taugum það er mjög gott og hæft fólk á spítalanum það er ég alveg viss um.
Marta mín hjartanlega til hamingju með daginn þú ert alger perla.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- 28.1.2011 Börnin borga,,,
- 14.1.2011 Niðurrif
- 31.12.2010 Innantóm loforð
- 11.11.2010 Þjóðar atkvæðagreiðslu
- 3.11.2010 Leiðtoginn,,,
Tenglar
Bloggvinir
Áhugaverðar heimasíður
- Framsóknarfélögin í Fjallabyggð
- Stjórnsýsluráðgjöf Sigurður Tómas
- Hrönn Einarsdóttir flottar myndir
- Sveinn Þorsteinsson myndir
- Þjóðlagasetur Sr Bjarna Þorsteinssonar
- Síldarminjasafn Íslands á Siglufirði
- Gistihúsið Hvanneyri
- Ferðaþjónusta Siglufjarðar
- Leó Óla
- Siv Friðleifsdóttir
- Vélhjólafélag Smaladrengja
- Samband íslenskra sveitafélaga
- Norðurland
- Skíðafélag Siglfirðinga Skíðaborg
- Háskólin á Hólum
- Lífið á Sigló
- Framsókn
- Fjallabyggð
- Þórarinn Hannesson Trúbador og ljóðskáld
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
Birkir Jón Jónsson
-
Bjarkey Gunnarsdóttir
-
Fanný Guðbjörg Jónsdóttir
-
Heiðar Lind Hansson
-
Ketilás
-
Sigurður Árnason
-
Vefritid
-
maddaman
-
Einar Björn Bjarnason
-
FUF í Reykjavík
-
Gestur Guðjónsson
-
Hlini Melsteð Jóngeirsson
-
Jón Ólafur Vilhjálmsson
-
Oddur Helgi Halldórsson
-
Rauða Ljónið
-
Samband ungra framsóknarmanna
-
Sigurjón Norberg Kjærnested
Athugasemdir
Hjartanlega til hamingju með 20 ára afmæli frumburðsins, vá Marta bara orðin tvítug þú enn unglingur sjálfur hvað verður um öll þessi ár.
Það vill svo skemmtilega til að mitt yngsta kríli er einmitt 1/2 árs í dag 5 sept :)
Gaman að lesa þessa blogg færslu því sjálfsagt líður fólki seint úr minni fæðingar barna sinna enda einstök stund.
Bestu kveðjur
Þórey
Þórey (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 22:44
Sæll kæri félagi
Vildi bara deila með þér "hetjusögu" af fæðingadeildinni. En eins og þú manst kom minn (okkar) frumburður í heiminn á þessu sama ári. Ég mætti galvaskur inná fæðingastofu, þar sem konan lá og allt komið í gang, en fann fljótt fyrir ógleði, svima, svita o.s.frv.. þannig að ég hljóp fram á gang og bað mömmu að sjá um þetta fyrir mig. Þetta varð síðan heldur skárra í hin tvö skiptin. En semsagt við erum þá a.m.k. báðir óttalegir aumingar að þessu leyti. Bara að sýna smá samstöðu þetta virkaði eitthvað svo helvíti aumingjalegt hjá þér.
kv.
BG
Birgir G (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 09:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.