29.6.2008 | 13:50
Fundur með fulltrúum þriggja ráðuneyta
Ég fór á fund Halldórs Árnasonar skrifstofustjóra forsætisráðuneytis sl. fimmtudag ásamt þóri Kr bæjarstjóra Þorsteini Ásgeirs forseta bæjarstjórnar og Birki J Jónssyni formanni atvinnumálanefndar. Tilefni fundarins var umfjöllun um skýrslu þá sem ég vann fyrir sveitarfélagið vegna atvinnumála í Fjallabyggð.
Ásamt ofantöldum voru einnig á fundinum fulltrúi iðnaðarráðuneytis og menntamálaráðuneytis, Skemmst er frá því að segja að fundurinn var ágætur og farið vítt og breitt yfir sviðið. Stefnt er á að setja á laggirnar fimm manna starfshóp og á Fjallabyggð tvo fulltrúa. Stefnt er að taka til starfa í ágústbyrjun, en eins og er þá er stjórnsýslan komin í sumarfrí og þar af leiðandi gerist lítið á meðan.
Eftir fund fengum við okkur sæti við Austurvöll Café Paris og ræddum málin meðan beðið var eftir flugi aftur norður. Veðrið var alveg magnað og óhætt að segja að "erlendis bragur" hafi verið við kaffiborðin sem voru úti og fólk naut drykkja sinna hvort heldur var kaffi, öl eða léttvín. Ég velti fyrir mér hvort að yfirvöld séu hætt að (agnúast) út í þau veitingahús sem bera áfenga drykki út fyrir dyrnar?
það kom upp í huga minn í fluginu heim hvort að ekki hefði mátt hittast t.d á Akureyri þar sem að fólk ráðuneytanna hefðu komið með flugi norður.
það er nú svo að það þykir alltaf sjálfsagt að fulltrúar landsbyggðarinnar komi á fundi í borg óttans. Ég nefni annað dæmi sem mér finnst að mætti alveg endurskoða en það er þegar fulltrúar (oft þrír til fjórir) sveitarfélaganna eru boðaðir fyrir fjárlagnefnd Alþingis. En þar fær hvert sveitarfélag tuttugu mínútur til að fara yfir sín mál.
Væri ekki nær að alþingismennirnir kæmu til fundar við sveitarffélögin og þá væri hægt að setja fundi í kjördæmunum og halda þá kannski tvo fundi á sitthvorum staðnum innan kjördæmanna?
En þetta gerist kannski ekki fyrr en flugvöllurinn verður farinn úr Reykjavík, þá fer kannski ríkisvaldið að starfa víðar en í Reykjavík hver veit?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:51 | Facebook
Nýjustu færslur
- 28.1.2011 Börnin borga,,,
- 14.1.2011 Niðurrif
- 31.12.2010 Innantóm loforð
- 11.11.2010 Þjóðar atkvæðagreiðslu
- 3.11.2010 Leiðtoginn,,,
Tenglar
Bloggvinir
Áhugaverðar heimasíður
- Framsóknarfélögin í Fjallabyggð
- Stjórnsýsluráðgjöf Sigurður Tómas
- Hrönn Einarsdóttir flottar myndir
- Sveinn Þorsteinsson myndir
- Þjóðlagasetur Sr Bjarna Þorsteinssonar
- Síldarminjasafn Íslands á Siglufirði
- Gistihúsið Hvanneyri
- Ferðaþjónusta Siglufjarðar
- Leó Óla
- Siv Friðleifsdóttir
- Vélhjólafélag Smaladrengja
- Samband íslenskra sveitafélaga
- Norðurland
- Skíðafélag Siglfirðinga Skíðaborg
- Háskólin á Hólum
- Lífið á Sigló
- Framsókn
- Fjallabyggð
- Þórarinn Hannesson Trúbador og ljóðskáld
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 94647
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Birkir Jón Jónsson
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Fanný Guðbjörg Jónsdóttir
- Heiðar Lind Hansson
- Ketilás
- Sigurður Árnason
- Vefritid
- maddaman
- Einar Björn Bjarnason
- FUF í Reykjavík
- Gestur Guðjónsson
- Hlini Melsteð Jóngeirsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Rauða Ljónið
- Samband ungra framsóknarmanna
- Sigurjón Norberg Kjærnested
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.