Leita í fréttum mbl.is

Fundur með fulltrúum þriggja ráðuneyta

Ég fór á fund Halldórs Árnasonar skrifstofustjóra forsætisráðuneytis sl. fimmtudag ásamt þóri Kr bæjarstjóra Þorsteini Ásgeirs forseta bæjarstjórnar og Birki J Jónssyni formanni atvinnumálanefndar. Tilefni fundarins var umfjöllun um skýrslu þá sem ég vann fyrir sveitarfélagið vegna atvinnumála í Fjallabyggð.

Ásamt ofantöldum voru einnig á fundinum fulltrúi iðnaðarráðuneytis og menntamálaráðuneytis, Skemmst er frá því að segja að fundurinn var ágætur og farið vítt og breitt yfir sviðið. Stefnt er á að setja á laggirnar fimm manna starfshóp og á Fjallabyggð tvo fulltrúa. Stefnt er að taka til starfa í ágústbyrjun, en eins og er þá er stjórnsýslan komin í sumarfrí og þar af leiðandi gerist lítið á meðan.

Eftir fund fengum við okkur sæti við Austurvöll Café Paris og ræddum málin meðan beðið var eftir flugi aftur norður. Veðrið var alveg magnað og óhætt að segja að "erlendis bragur" hafi verið við kaffiborðin sem voru úti og fólk naut drykkja sinna hvort heldur var kaffi, öl eða léttvín. Ég velti fyrir mér hvort að yfirvöld séu hætt að (agnúast) út í þau veitingahús sem bera áfenga drykki út fyrir dyrnar?

það kom upp í huga minn í fluginu heim hvort að ekki hefði mátt hittast t.d  á Akureyri þar sem að fólk ráðuneytanna hefðu komið með flugi norður.

það er nú svo að það þykir alltaf sjálfsagt að fulltrúar landsbyggðarinnar komi á fundi í borg óttans. Ég nefni annað dæmi sem mér finnst að mætti alveg endurskoða en það er þegar fulltrúar (oft þrír til fjórir) sveitarfélaganna eru boðaðir fyrir fjárlagnefnd Alþingis. En þar fær hvert sveitarfélag tuttugu mínútur til að fara yfir sín mál.

Væri ekki nær að alþingismennirnir kæmu til fundar við sveitarffélögin og þá væri hægt að setja fundi í kjördæmunum og halda þá kannski tvo fundi á sitthvorum staðnum innan kjördæmanna?

En þetta gerist kannski ekki fyrr en flugvöllurinn verður farinn úr Reykjavík, þá fer kannski ríkisvaldið að starfa víðar en í Reykjavík hver veit?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hermann Einarsson
Hermann Einarsson

Áhugamaður um allt milli himins og helvítis

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 94647

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband