Leita í fréttum mbl.is

Jónsmessa í Siglufjarðarkirkju

Ég var á báðum áttum með að fara í messuna sem Sr. Sigurður auglýsti með dreifibréfi í öll hús á Sigló í dag. Ég fór að huga að yngri dömunni minni og vinkonu hennar sem er hérna í heimsókn hjá okkur og fann þær á gervigrasvellinum að ganga tólf, já þær voru sko ekkert að fatta það að klukkan væri að ganga tólf enda veðrið alveg eins og best er á kosið logn og blíða. Svo þegar við erum að keyra heim þá spyr ég þær hvort að það væri ekki gaman að fara í miðnætur messuna og fræðast um uppruna Jónsmessu og af hverju hún er nefnd svo, þær voru til í það.

Nú skemmst er frá því að segja að mæting var góð og messan róleg og þægileg í alla staði, meðhjálparinn hringdi svo kirkjuklukkum klukkan tólf og hafði prestur á orði að vonandi yrði hann ekki kærður fyrir að raska ró bæjarbúa.  Sr. Sigurður spurði hversu margir vissu um nafngift þessar Jónsmessu, ekki fóru margar hendur á loft. En Jónsmessan er skýrð eftir Jóhannesi Skírara en hann var áður nefndur Jón, svo nú vitum við það.

það var magnað að koma út úr kirkjunni okkar svona seint að kvöldi  kvöldsólin skein svo fallega "hinum megin í firðinum" en svona tölum við, það er t.d. talað um að fara yfir um þegar skroppið er hinum megin í fjörðinn nú eða það er komið að handan þegar komið er þeim megin frá.

Ég hef farið á nokkrar kertamessur í vetur og líkar mér það vel róleg og notaleg kvöldstund þar sem mikið er sungið og síðan fá þeir sem Það vilja smurðar hendur sínar, vonandi er þetta komið til að vera svona Jónsmessa í Siglufjarðarkirkju.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hermann Einarsson
Hermann Einarsson

Áhugamaður um allt milli himins og helvítis

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband