19.6.2008 | 21:35
Frítt í sund í Fjallabyggð fyrir grunnskólabörn
Ég var á 96. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar í dag, já þeir eru orðnir 96 omg en þar var þar samþykkt samhljóða að veita öllum grunnskólabörnum frítt í sund, þetta hefur verið gert á nokkrum stöðum á landinu með ágætis árangri. Þeir sem greitt hafa fyrir árskort og önnur kort fá þau endurgreidd, ég vona svo sannarlega að börnin okkar og einnig öll börn á grunnskólaaldri sem heimsækja Siglufjörð og Ólafsfjörð komi til með að "fíla" þetta í botn.
Á fundinn kom Gunnar Smári framkvæmdarstjóri Seyru og fór yfir stöðu mála varðandi sorphirðu og moltugerðarmál, en Seyra hefur sótt um starfsleyfi fyrir flokkunarstöð og von er á svari frá Umhverfisstofnun á næstu dögum. Einnig kom Gunnar með tilboð frá Seyru varðandi sorphirðu og umsjón gámasvæðis. Bæjarráðsmönnum leist vel á tilboðin og verður málið skoðað vel og vandlega og þá ekki síst með tillit við þá starfsmenn sem hafa haft með þessi mál að gera og staðið sig með miklum sóma í gegnum tíðina.
Annars er það helst að frétta að framkvæmdir eru hafnar við gatnagerð í sveitarfélaginu, unglingavinnan á fullu og allt að gerast. Ég hlakka mikið til helgarinnar en þá er mikil Jónsmessuhátíð í Síldarminjasafninu í samvinnu við Fjallabyggð og skora ég á alla sem áhuga hafa á að heimsækja Síldarminjasafnið heim. Ég var að fá af því fréttir að fyrsta siglingakeppnin -Iceland midnight sun race- hefur verið frestað um óákveðin tíma vegna veðuraðstæðna og er það miður.
Sigmar B Hauksson verkefnisstjóri sem hefur veg og vanda að þessari einstöku siglingu er fullur bjartsýni um að keppni þessi sem á næsta ári verður alþjóðlegur viðburður eigi eftir að slá í gegn og er ég sammála Sigmari, en Róm var ekki byggð á einum degi og sama gildir um þetta verkefni.
Skoðið vef Fjallabyggðar til að sjá dagskrá Jónsmessuhátíðar......
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- 28.1.2011 Börnin borga,,,
- 14.1.2011 Niðurrif
- 31.12.2010 Innantóm loforð
- 11.11.2010 Þjóðar atkvæðagreiðslu
- 3.11.2010 Leiðtoginn,,,
Tenglar
Bloggvinir
Áhugaverðar heimasíður
- Framsóknarfélögin í Fjallabyggð
- Stjórnsýsluráðgjöf Sigurður Tómas
- Hrönn Einarsdóttir flottar myndir
- Sveinn Þorsteinsson myndir
- Þjóðlagasetur Sr Bjarna Þorsteinssonar
- Síldarminjasafn Íslands á Siglufirði
- Gistihúsið Hvanneyri
- Ferðaþjónusta Siglufjarðar
- Leó Óla
- Siv Friðleifsdóttir
- Vélhjólafélag Smaladrengja
- Samband íslenskra sveitafélaga
- Norðurland
- Skíðafélag Siglfirðinga Skíðaborg
- Háskólin á Hólum
- Lífið á Sigló
- Framsókn
- Fjallabyggð
- Þórarinn Hannesson Trúbador og ljóðskáld
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Birkir Jón Jónsson
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Fanný Guðbjörg Jónsdóttir
- Heiðar Lind Hansson
- Ketilás
- Sigurður Árnason
- Vefritid
- maddaman
- Einar Björn Bjarnason
- FUF í Reykjavík
- Gestur Guðjónsson
- Hlini Melsteð Jóngeirsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Rauða Ljónið
- Samband ungra framsóknarmanna
- Sigurjón Norberg Kjærnested
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.