Leita í fréttum mbl.is

Frítt í sund í Fjallabyggð fyrir grunnskólabörn

Ég var á 96. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar í dag, já þeir eru orðnir 96 omg en þar var þar samþykkt samhljóða að veita öllum grunnskólabörnum frítt í sund, þetta hefur verið gert á nokkrum stöðum á landinu með ágætis árangri. Þeir sem greitt hafa fyrir árskort og önnur kort fá þau endurgreidd, ég vona svo sannarlega að börnin okkar og einnig öll börn á grunnskólaaldri sem heimsækja Siglufjörð og Ólafsfjörð komi til með að "fíla" þetta í botn.

Á fundinn kom Gunnar Smári framkvæmdarstjóri Seyru og fór yfir stöðu mála varðandi sorphirðu og moltugerðarmál, en Seyra hefur sótt um starfsleyfi fyrir flokkunarstöð og von er á svari frá Umhverfisstofnun á næstu dögum. Einnig kom Gunnar með tilboð frá Seyru varðandi sorphirðu og umsjón gámasvæðis. Bæjarráðsmönnum leist vel á tilboðin og verður málið skoðað vel og vandlega og þá ekki síst með tillit við þá starfsmenn sem hafa haft með þessi mál að gera og staðið sig með miklum sóma í gegnum tíðina.

Annars er það helst að frétta að framkvæmdir eru hafnar við gatnagerð í sveitarfélaginu, unglingavinnan á fullu og allt að gerast. Ég hlakka mikið til helgarinnar en þá er mikil Jónsmessuhátíð í Síldarminjasafninu í samvinnu við Fjallabyggð og skora ég á alla sem áhuga hafa á að heimsækja Síldarminjasafnið heim. Ég var að fá af því fréttir að fyrsta siglingakeppnin -Iceland midnight sun race- hefur verið frestað um óákveðin tíma vegna veðuraðstæðna og er það miður.

Sigmar B Hauksson verkefnisstjóri sem hefur veg og vanda að þessari einstöku siglingu er fullur bjartsýni um að keppni þessi sem á næsta ári verður alþjóðlegur viðburður eigi eftir að slá í gegn og er ég sammála Sigmari, en Róm var ekki byggð á einum degi og sama gildir um þetta verkefni.

Skoðið vef Fjallabyggðar til að sjá dagskrá Jónsmessuhátíðar...... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hermann Einarsson
Hermann Einarsson

Áhugamaður um allt milli himins og helvítis

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband