Leita í fréttum mbl.is

Styrkveiting til eflingar atvinnuþróunar og nýsköpunar 2008 og 2009,,,,, 25.250.000 til fyrirtækja í Fjallabyggð

Ég vil byrja á að óska þeim aðilum í Fjallabyggð sem fengu styrk hjartanlega til hamingju.

Alls bárust 253 umsóknir, en úthlutað til 69 verkefna, ég hef sagt áður og segi enn það er verið að vekja upp falsvonir hjá alltof mörgum. það segir sig sjálft þegar 253 umsóknir berast og 69 fá úthlutað, ég tel að ráðuneytin hafi átt að kanna fyrst þörfina og áhugann en það væri hægt í gegnum landshlutasamtökin svo dæmi sé tekið. Þá hafði verið hægt að standa betur að málum.

En eins og segir í textanum þá er verið að skoða nánar fleiri umsóknir og ætla ég að vona að fleiri aðilar í Fjallabyggð fái úthlutað, veit um nokkrar umsóknir sem ekki hafa fengið úthlutun.

 

Tekið af heimsíðu Fjallabyggðar

Byggðastofnun hefur gengið frá styrkveitingum og hlutafjárframlögum vegna mótvægisaðgerða ríkistjórnarinnar til eflingar atvinnuþróunar og nýsköpunar 2008 og 2009.


Alls voru 200 milljónir króna til úthlutunar, 100 milljónir fyrir hvort ár. Alls bárust 253 umsóknir samtals að fjárhæð 1.528. mkr. Alls hlutu 69 verkefni styrk. Nokkrar umsóknir eru til frekari skoðunar.
Hæstu styrkina hlutu Þóroddur ehf. vegna uppbyggingar seiðaeldisstöðvar í Tálknafirði, JE-Vélaverkstæði ehf. Siglufirði, vegna þróunar á nýrri gerð af snekkju og Vélfag ehf. í Ólafsfirði til þróunar og smíði roðvélar, 5 milljónir hvert verkefni.


Alls komu 25.250.000 kr. í hlut fyrirtækja í Fjallabyggð.
Auk JE-vélaverkstæðisins og Vélfags fengu Siglufjarðar - Seigur ehf. 3.000.000 kr. til markaðssetningar erlendis á bátum sínum, Primex ehf. 3.000.000 kr. til vöruþróunar á sára- og brunasmyrsli úr Kítósan, Guðný Róbertsdóttir 750.000 kr. styrk til markaðssetningar Íslenska sæluhússins, Stígandi ehf. 3.000.000 kr. styrk til vöruþróunar fiskisnakks úr marningi og markaðssetningu erlendis. Skiltagerð Norðurlands ehf. 2.000.000 kr. styrk til vöruþróunar á náttúrusteini og Sigurjón Magnússon ehf. 3.500.000 kr. styrk til markaðssetningar slökkvi- og sjúkrabílaframleiðslu sinnar innanlands og erlendis.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hermann Einarsson
Hermann Einarsson

Áhugamaður um allt milli himins og helvítis

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband