Leita í fréttum mbl.is

Strandsiglingar ber að skoða

Ég tel eðlilegt að kostir strandsiglinga verði skoðaðir ofan í kjölinn. Ef rétt er að vöruflutningabifreið er að valda öðru eins tjóni á þjóðvegum landsins eins og fjallað hefur verið um í fréttum þá er eðlilegt að mínu mati að skoða kosti strandsiglinga.

það voru strandsiglingar og mikið rétt landflutningar líka fyrir ekki svo ýkja mörgum árum, en svo gerist Það að Eimskip eignast VM og úr verður Flytjandi og svo verður til Eimskip. Þarna var hagræðingin þvílík að það hálfa var nóg að margra mati. En nú er svo komið að landflutningar eru ekki að gera sig og hvað gerist jú þjónustan minnkar.

Ég hvet ráðherra til að láta skoða kosti og galla strandsiglinga vel og vandlega. Það var frétt í dag um afkomu hafna víða um landið og sú frétt er vægast sagt ömurleg tap og aftur tap. Það má örugglega semja við mörg sveitarfélög um lægri hafnargjöld osfrv... það vantar fleiri tekjumöguleika fyrir hafnir við strendur landsins.

Ég hef miklar áhyggjur af stöðu Eimskips á Siglufirði í dag það er nú orðið svo að það tollir ekki nokkur maður í vinnu hjá þeim, og þjónustan er því miður á hraðri niðurleið. Hver er helsta ástæðan jú það þarf að hagræða í rekstri og það er svo lítið að gera á Siglufirði?

 En bíðum nú aðeins við í dag eru að detta inn smábátar að sunnan og víðar af landinu og þessir aðilar þurfa topp þjónustu hvort sem er hjá flutningaaðilum eða hafnarstarfsmönnum. Þetta hefur verið í góðu lagi hjá báðum aðilum til þessa, en nú eru óveðurský á lofti og segja má að hvirfilvindur sé komin frá Eimskip Akureyri og sé nánast að leggja þá starfsemi sem var þeim til sóma í rúst. Eins og við vitum þá skilja svona hvirfilvindar eftir slóð eyðileggingar og sárinda sem seint gróa.

Þetta er mikið áhyggjuefni að mínu mati og kemur niður á íbúum og atvinnurekendum á Siglufirði. 


mbl.is Strandsiglingar skoðaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hermann Einarsson
Hermann Einarsson

Áhugamaður um allt milli himins og helvítis

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband