Leita í fréttum mbl.is

Skólameistari VMA hræddur við samkeppni?

Nú get ég ekki lengur þagað og set því eftirfarandi á alheimsvefinn. Þeir sem starfa með mér í bæjarpólitíkinni hafa heyrt mig já og fleiri sem starfa á þeim vettvangi hneykslast á hvað Hjalti Jón skólameistari VMA og bæjarfulltrúi D-lista á Akureyri geri allt sem í hans valdi stendur til að stöðva uppbyggingu framhaldsskóla við utanverðan Eyjarfjörð staðsettan í Ólafsfirði.

Eins og fyrr sagði get ég ekki lengur þagað yfir framferði bæjarfulltrúans og skólastjórans Hjalta Jóns, en fyrrnefndur Hjalti Jón situr í stjórn héraðsnefndar Eyjarfjarðar fyrir hönd Akureyrar. Það er samningur í gangi á vettvangi héraðsnefndar Eyjarfjarðar varðandi þátttöku sveitarfélaganna um uppbyggingu framhaldsskóla á svæðinu. Nú hefur verið byggt upp í gegnum tíðina skólar á Akureyri og Laugum með góðum árangri og kostnaðarskiptingin alltaf þótt sanngjörn, en það sveitarfélag sem skólinn er staðsettur í leggur meira út en hin sveitarfélögin. Síðan skiptist kostnaðurinn á hin sveitarfélögin eftir höfðatölu.

Ég ætla ekki að nefna neinar tölur að svo stöddu í þessu sambandi þar sem ekki er ennþá ljóst hvað skólinn komi til með að kosta.

 

 ber svo einkennilega við að meirihlutafulltrúar Akureyrar telja þessa skiptingu alveg ómögulega þetta kosti íbúa “höfuðstaðar Norðurlands” (alltaf hljómað hjákátlega í mín eyru) Akureyri alltof mikið?

Með öðrum orðum íbúar og kjósendur á Akureyri geta ekki hugsað sér að greiða eins og samningar gera ráð fyrir kostnað við uppbyggingu framhaldsskóla við utanverðan Eyjarfjörð. Það haf staðið yfir samningar við forsvarsmenn “stóru systur” orð sem bæjarstjóri Akureyrar notaði þegar hún færði íbúum Fjallabyggðar afmæliskveðjur sl laugardag í tilefni 90 ára kaupstaðar afmælis Siglufjarðarkaupstaðara og var komist að samkomulagi.

 Það er að mínu mati afskaplega dapurlegt að þurfa að standa í svona deilum við "stóru systir" um úthlutunarskipti sem eru og hafa verið notuð í gegnum tíðina.

Er það svo að einhver önnur vinnubrögð þurfi að viðhafa þegar "stóra systir" á að borga og hver eru rökin?

 

 það sem er svo merkilegt er að öll önnur sveitarfélög telja sig skuldbundin að þeim samningi sem er í gildi og taka með glöðu geði þátt í kostnaði við skólann.

 

Er þetta viðhorf ráðamanna Akureyrar ekki í hrópandi þversögn við það sem þeir telja sig standa fyrir þ.e.a.s. "stóra systir" í Eyjarfirði styðji við og standi með öðrum sveitarfélögum í Eyjarfirði að uppbyggingu og auknu aðgengi íbúa svæðisins að aukinni menntun. Það hefur ekki staðið á öðrum sveitarfélögum að styðja við uppbyggingu framhaldsskólanna á Akureyri.

 

Ég hvet Hjalta Jón til að kynna sér sjónarmið rektors HA en hann flutti framsögu á málþingi sem haldið var í Ólafsfirði um þar síðustu helgi.  Þar fór Þorsteinn Gunnarsson rektor  um kosti þess að byggja framhaldsskóla í Ólafsfirði, getur verið að skólameistari VMA sé hræddur við samkeppni? 

Ég hef spurt mig að því hvort að fyrrnefndur Hjalti Jón sem situr í stjórn héraðsnefndar Eyjarfjarðar sé ekki vanhæfur til að fjalla um skólamálin almennt hvort sem er um aukin peningaútlát til VMA eða aðra uppbyggingu framhaldsskóla á svæðinu og mun óska eftir áliti á næsta héraðsnefndarfundi þessa efnis.

 

Og svona að lokum þá tel ég þetta framferði fulltrúa “stóru systir” setji allt í uppnám á samstarfsvettvangi Eyþings.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hermann Einarsson
Hermann Einarsson

Áhugamaður um allt milli himins og helvítis

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband