Leita í fréttum mbl.is

Ríkisstjórnir tvær á lítilli "sökkvandi" eyju norður í hafi

Eru tvær ríkisstjórnir í landinu, nýr skemmtikraftur og söngvari mikill Geir H gerði að því skóna á Alþingi á dögunum að stjórnarandstæðingar yrðu að gera það upp við sig hvora ríkisstjórnina menn gagnrýndu? Já merkilegt orðalag þetta hjá Geir sem er þá í ríkisstjórn íhaldsins.

Ég sá eftirfarandi á heimasíðu www.framsokn.is

Fátt er jafn eðlilegt og að á milli manna séu skiptar skoðanir, hvað þá að stjórnmálaflokkar séu á öndverðum meiði í stórum og smáum málum. Nú hefur það gerst í stóru og umdeildu máli, ákvörðun sjávarútvegsráðherra um útgefinn hrefnuveiðikvóta, að ríkisstjórnin hefur klofnað og annar ríkisstjórnarflokkurinn segist alls ekki styðja ákvörðun sjávarútvegsráðherra og sendir frá sér yfirlýsingar þar að lútandi.

19. október 2006 sagði þingmaðurinn og stjórnmálaforinginn Ingibjörg Sólrún Gísladóttir orðrétt á Alþingi vegna athugasemda sem þáverandi umhverfisráðherra lét frá sér fara: "Ég get hinsvegar skilið hæstvirtan umhverfisráðherra. Ég held að þetta sé rangt hagsmunamat hjá ríkisstjórninni sem hafi farið fram í þessu máli. En, það er önnur saga. Hitt er alvarlegra, að menn tali tungum tveim í ríkisstjórninni."
Þetta eru stór orð og enn stærri í þessu nýja samhengi þegar annar forystumaður ríkisstjórnarinnar sendir frá sér, og fyrir sína ráðherra og þingflokk, sérstaka mótmælayfirlýsingu. Það sem vekur enn meiri furðu er sú yfirlýsing að utanríkisráðherra ætli svo að verja ákvörðunina erlendis. 
Hvalveiðar eru umdeildar en ákvörðun sjávarútvegsráðherra byggir þó á ályktun Alþingis frá 1999. Þar stóð stór hluti þingmanna, þar á meðal samfylkingarþingmenn, að því að hvalveiðar yrðu stundaðar. Forsætisráðherra segir málið ekki hafa verið rætt á ríkisstjórnarfundi. Þó á sjávarútvegsráðherra og öðrum ráðherrum sjálfstæðismanna að hafa verið fullkunnugt um afstöðu Samfylkingarinnar, sem hlýtur þá að hafa komið fram í einkasamtölum þeirra á milli því ekki er að finna stafkrók um stefnu Samfylkingarinnar í þeirra landsfundarályktunum þeirra sem því hefur ekki verið mótuð af grasrót flokksins. Ábyrgð forsætisráðherra í málinu er einnig mikil, ef hann hefur vitað um þann mikla ágreining sem uppi var án þess að gera tilraunir til að sætta ólík sjónarmið og með aðgerðarleysi sínu leyfa það að íslenska þjóðin og Íslendingar allir verði að athlægi á erlendri grundu. Að samstarfsflokkurinn tæti málið út um víðan völl, rétt eins og þegar sá hinn sami flokkur var í stjórnarandstöðu. Vinnubrögð sem þessi hef ég aldrei nokkurn tíma séð á mínum stjórnmálaferli.
Þegar sjávarútvegsráðherra leyfði hvalveiðar árið 2006 hvatti ég sérstaklega til samstöðu og minnti á að við aðstæður sem þessar þurfi Ísland að eiga eina þjóðarsál því hagsmunir okkar á erlendri grundu væru í húfi. Með samstöðu gætum við gætt þeirra hagsmuna en sundruð ekki.
Ég er enn þeirrar skoðunar.
Guðni Ágústsson

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hermann Einarsson
Hermann Einarsson

Áhugamaður um allt milli himins og helvítis

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband