Leita í fréttum mbl.is

Grænfánanum flaggað á Sigló

Í gær var afmælisfundur hjá bæjarstjórn Fjallabyggðar Siglufjarðarkaupstaður átti 90. ára kaupstaðrafmæli eins og áður hefur komið fram á bloggi mínu.

Fundurinn hófst kl. 13 með heimsókn bæjarstjórnar á leikskólann Leikskálar og þar sungu krakkarnir fyrir okkur og svo var skoðuð myndlystasýning, einnig var farið út og lóð og leiktæki skoðuð ég lenti í smá knattspyrnu keppni og náði að skora tvö mörk hjá honum Árna Hauk en Rut skoraði fjögur.

Síðan var farið í neðra skólahús en þar hafði Grænfánanum verið flaggað fyrr um morguninn, frábært framtak hjá starfsfólki og nemendum ég er mjög stoltur af þessu framtaki og óska þeim öllum til hamingju með árangurinn. Síðan lá leiðin á bæjarskrifstofurnar en þar var búið að setja upp málverkasýningu og eiga þau Karitas Neff og Þórarinn Hannesson heiðurinn af því verkefni vel gert og ótrúlegar myndir sem sveitarfélagið á meðal annarra listaverk eftir Kjarval, Nínu Tryggva og fleiri heimsþekkta lístamenn. en þau heiðurshjón Arngrímur og Bergþóra gáfu Siglufjarðarkaupstað árið 1980 um 125 litaverk.

Sýningin verður svo opin á laugardaginn sjá nánari lýsingu á www.fjallabyggd.is áður en fundur var settur þá söng Vorboðinn kór eldriborgara Siglufirði fjögur lög og var það mjög gaman, ég var t.d. að heyra í fyrsta skipti texta um Siglufjörð við lagið Undir Bláhimni.

Síðan setti forseti bæjarstjórna fundinn og voru nokkrar fundargerðir samþykktar. Einnig var samþykktur ársreikningur 2007 fyrsti ársreikningur sameinaðs sveitarfélags. Það er góð afkoma sveitarfélagsins og er það vel. Bæjarstjórn ákvað meðal annars í því  tilefni að gefa fimm milljónir til tækjakaupa á sitthvora grunnskólalóðina og einnig var gefin ein milljón til skráningu skíðasögu Siglufjarðar og Ólafsfjarðar.

Meðfylgjandi er mynd af heimasíðu www.sksiglo.is en þar er meira af viðburðum gærdagsins.

2008-05-20_11-18-00_028 grænfáninn

Nemendur og kennarar að flagga Grænfánanum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hermann Einarsson
Hermann Einarsson

Áhugamaður um allt milli himins og helvítis

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband