20.5.2008 | 12:04
Eru karlar á Íslandi einhver undartekning heimilisofbeldis?
Þetta er mjög merkileg könnun, ætli hafi verið gerð sambærileg könnun á Íslandi?
Mér hefur lengi vel fundist að öll umræða um karlmenn og ímynd af karlmönnum sé á frekar lágu plani. Sennilega ekki allir sammála mér í þessu, mér er minnisætt eitt atriði og er það úr Hellisbúanum.
þar fær leikarinn allan salinn til að hrópa karlar eru aumingjar karlar eru aumingjar og það tók allur salurinn undir já og karlar ekki síður en konur. Svo kom þessi spurning frá leikaranum hvað haldið þið að margir hafi tekið undir ef ég hefði sagt konur eru aumingjar konur eru aumingjar,,, ekki sála.
Mér finnst mikið til í þessu, sjáið alla þá skemmtiþætti sem eru í sjónvarpinu karlinn heimskur og þybbinn meðan eiginkonan klók gáfuð og í fínu formi... já svona er nú staða karlmann í heiminum í dag og alltof mörgum körlum er bara slétt sama...
Karlar fórnarlömb heimilisofbeldis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- 28.1.2011 Börnin borga,,,
- 14.1.2011 Niðurrif
- 31.12.2010 Innantóm loforð
- 11.11.2010 Þjóðar atkvæðagreiðslu
- 3.11.2010 Leiðtoginn,,,
Tenglar
Bloggvinir
Áhugaverðar heimasíður
- Framsóknarfélögin í Fjallabyggð
- Stjórnsýsluráðgjöf Sigurður Tómas
- Hrönn Einarsdóttir flottar myndir
- Sveinn Þorsteinsson myndir
- Þjóðlagasetur Sr Bjarna Þorsteinssonar
- Síldarminjasafn Íslands á Siglufirði
- Gistihúsið Hvanneyri
- Ferðaþjónusta Siglufjarðar
- Leó Óla
- Siv Friðleifsdóttir
- Vélhjólafélag Smaladrengja
- Samband íslenskra sveitafélaga
- Norðurland
- Skíðafélag Siglfirðinga Skíðaborg
- Háskólin á Hólum
- Lífið á Sigló
- Framsókn
- Fjallabyggð
- Þórarinn Hannesson Trúbador og ljóðskáld
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Birkir Jón Jónsson
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Fanný Guðbjörg Jónsdóttir
- Heiðar Lind Hansson
- Ketilás
- Sigurður Árnason
- Vefritid
- maddaman
- Einar Björn Bjarnason
- FUF í Reykjavík
- Gestur Guðjónsson
- Hlini Melsteð Jóngeirsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Rauða Ljónið
- Samband ungra framsóknarmanna
- Sigurjón Norberg Kjærnested
Athugasemdir
Þetta er alveg rétt hjá þér. Það er athyglisvert að líta á skemmtiefni það sem er á boðstólum í dag, en að vissu leyti skína þar í gegn þau viðhorf sem eru í gangi í samfélagi nútímans. Í Bandaríkjunum eru ýmsir minnihlutahópar eins og blökkumenn, samkynhneigðir, gyðingar og aðrir trúarhópar sem hafa mjög hátt og verða vitlausir ef einhver gerir grín að þeim. Sama virðist gilda um konur, það má helst ekki gera grín að þeim. Og helst ekki gömlu fólki, né börnum, eða andlega og líkamlega vanheilu fólki. Þannig að það er bara einn þjóðfélagshópur eftir, miðaldra, hvítir, gagnkynhneigðir og hálf trúlausir karlmenn. Það virðist mega hamra á þessum hópi alveg endalaust, enda mega þeir ekki kvarta, af ótta við að vera stimplaðir aumingjar og væluskjóður.
Í skemmtiefni því sem við höfum hér á Íslandi sjáum við mjög oft sömu týpuna. Þetta er karlmaður, sem auk lýsingarinnar hér að ofan, er yfirleitt feitlaginn, ófríður, barnalegur og nautheimskur (stundum hálf þroskaheftur) og alger auli í samskiptum við konuna sína. Hann er latur og vill bara sitja og horfa á íþróttir í sjónvarpinu, drekkandi bjór og gefandi frá sér hin ýmsu líkamshljóð. Hann er yfirleitt í láglaunastarfi en hefur samt efni á stóru einbýlishúsi. Hins vegar á hann nánast alltaf gullfallega og vel vaxna konu, sem er líka miklu gáfaðri en hann og oft í miklu betra starfi en hann. Þau eiga líka oft nokkur börn, sem karlinn kann ekkert að sinna. Undir þessa lýsingu passa ansi margir þættir; According to Jim, King of Queens, Simpsons, Family Guy, Everybody loves Raymond, George Lopez show o.fl. Frekar einsleitt grín finnst manni. Eins má sjá svipað gerast í kvikmyndum, til dæmis fjölskyldumyndum, en hver þekkir ekki formúluna um vinnualka-pabbann sem nennir aldrei að hitta börnin sín en sér svo að sér og ákveður að verða betri pabbi. Ég man ekki til þess að hafa séð mynd um lélega mömmu en góðan pabba.
Muddur, 20.5.2008 kl. 13:08
"sjáið alla þá skemmtiþætti sem eru í sjónvarpinu karlinn heimskur og þybbinn meðan eiginkonan klók gáfuð og í fínu formi..."
hehe, fyndið hvað fólk getur séð hlutina misjöfnum augum.
Í mínum augum snýr þetta þannig að....ok, það er sem sagt alveg sama hvað karlar eru vitlausir eða hvernig þeir líta út....þeir geta alltaf náð sér í svaka flotta og klára píu.....hvenær fáum við að sjá þætti þar sem ólöguleg eða ófríð og heimsk kona er gift eða með flottum og klárum kalli??? Þær sætta sig sem sagt við hvað sem er en þeir ekki.....
hehe nei bara mín pæling.
Þórhildur (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 13:42
Mér finnst reyndar vanta ákveðnar upplýsingar í þessa frétt, kannski á það við og kannski ekki. Það var gerð rannsókn sama efnis í Danmörku nú nýlega og þar kom fram að 70% þeirra karlmanna sem urðu fyrir heimilisofbeldi urðu fyrir því af hálfu karlmanns. Þannig að það virðist ennþá vera staðreynd að það eru mest strákarnir sem láta hnefana tala.
Sibbi (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 21:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.