Leita í fréttum mbl.is

Málverkasýning Morthens og Paul

Ég skrapp á myndlistarsýningu hjá ungum listamönnum á Siglufirði í gær. Þar sýndu þeir Bergþór Morthens og Paul Lajeunesse verk sín í gær í vinnustofu þess fyrrnefnda. Góð aðsókn var þann stutta tíma sem sýningin var opin.Ég hef fylgst með Bergþóri Morthens úr fjarlægð vinna að list sinni en það er ekki langt síðan hann og hans kona fluttu til Siglufjarðar og keyptu hér fallegt timburhús í miðbænum og hafa klárað að gera upp.

Bergþór innréttaði það með möguleika á vinnustofu og sýningarsal og verð ég að segja að það hefur tekist mjög vel. Bergþór komst ansi vel að orði þegar við tókum tal saman í gær og sagði eitthvað á þá leið að Siglufjörður væri að verða listamannabær og svo töldum við upp alla þá listamenn sem eru með vinnustofur í miðbænum, við vorum sammála um að það eru ekki margir bæir á Íslandi sem státa af svona góðum miðbæ eins og er á Siglufirði þökk sé Sr. Bjarna Þorsteinssyni.

Ég hef nefnt það áður á blogginu að listafólk sem hefur komið hingað og unnið að sinni list hefur tekið ástfóstri við staðinn og má svo sannarlega segja að það gildi fyrir Paul en hann kom hérna og dvaldi í Herhúsinu og nú vill hann setjast hér að.

20080510_153005_011_800Bergþór

Það eru nokkrar myndir frá sýningu þeirra félaga á www.sksiglo.is

Í gær var fermt í Siglufjarðarkirkju og verður fermt aftur í dag, dagurinn í dag er glæsilegur sól og vor í lofti ég óska öllum þeim sem eru að fermast og aðstandendum til hamingju með daginn.


 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hermann Einarsson
Hermann Einarsson

Áhugamaður um allt milli himins og helvítis

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband