Leita í fréttum mbl.is

Grænlensk matreiðslubók fær alþjóðleg verðlaun

Sá þetta á vef www.norden.org og vakti strax athygli mína.

Grænlenska matreiðslubókin Igaassat – uppskriftir, sem Anne Sofie Hardenberg tók saman, hefur fengið mikilsvirt alþjóðleg verðlaun. Matreiðslubókin hlaut þriðju verðlaun í stóru matreiðslubókasamkeppninni, Gourmand Awards, sem haldin var í apríl.
Matreiðslubók Hardenberg keppti í flokki matreiðslubóka eftir kvenkokka. Keppt var um verðlaun í 40 flokkum og tóku samtals 26 þjóðir þátt í keppninni.

Hefðbundnar grænlenskar uppskriftirnar í matreiðslubók Hardenberg eru að mestu byggðar á réttum úr laxfiski, loðnu og selkjöti. Grænlenska bókaútgáfan Atuakkiorfik gefur bókina út.

Anne Sofie Hardenberg vinnur ötullega að því vekja athygli á og glæða áhuga fólks á grænlenskum mat og hráefni, ekki síst á alþjóða vettvangi. Hún hefur skrifað fjölmargar matreiðslubækur og tekist vel að vekja áhuga á grænlenskum mat í fjölmiðlum.

Hardenberg er jafnframt einn af matarsendiherrum Norrænu ráðherranefndarinnar fyrir áætlunina Nýr norrænn matur og matargerðarlist. Markmiðið með áætluninni, sem hrint var af stað haustið 2006, er að kynna norræna matargerðarlist og gæði norrænna matvæla og samhliða því að vekja athygli á hönnun og ferðaþjónustu sem tengist mat. Norrænu ríkisstjórnirnar vinna að því að gera Norðurlönd sýnilegri á gnægtaborði heimsins, og verja í þeim tilgangi 23 milljónum danskra króna til verkefnisins.






Gourmand Awards: http://www.cookbookfair.com/index.html

Nýr norrænn matur og matargerð: http://www.nynordiskmad.org/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nafnið á bókinni minnir mig á nafnið á bókinn sem Hanna gaf mér þegar ég bað hana um að elda eitthvað gott handa mér. Líklega hefur sú bók verið grænlensk en hún FarÍrasssgaaaat!

Halldór Þormar (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 15:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hermann Einarsson
Hermann Einarsson

Áhugamaður um allt milli himins og helvítis

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband