5.5.2008 | 14:31
Blakmótið búið 1. kafli
Jæja þá er maður komin heim og er allur að hressast eftir vægast sagt frábæra daga á Ísafirði og nágrannasveitarfélögum. Ég ætla að byrja á því að óska Skellum frá ísafirði og þeirra fólki til hamingju með frábært mót og góðar móttökur, en það er ekki auðvelt að skipuleggja svona stórt mót en þeim tókst það mjög vel.
Eins og áður sagði þá var lagt af stað frá Sigló um 14 á miðvikudaginn og sóttist ferðalagið nokkuð vel við stoppuðum í Staðarskálka og síðan var áð hjá Ester í Sævangi við Hólmavík og var boðið uppá súpu salat og brauð og kaffi á eftir. Var vel tekið til matar síns einnig skoðuðu margir sauðfjársafnið sem þar er.
T.d. er kassi með hrútabandi í og var skilti sem hvatti fólk til að opna og þefa einhverjir létu undan forvitninni og ekki að sökum að spyrja lyktin er ekkert sérlega góð og einhverjir urðu grænir. Síðan var keyrt nánast sleitulaust til Ísafjarðar og var sungið og trallað allt Djúpið og komið til Ísafjarðar um 22:30
Það kom mér mjög á óvart hvað margir voru að koma keyrandi til Ísafjarðar í fyrsta skipti, gaman að heyra í hópnum raddir sem töldu vegakerfið og fjarlægðir miklar, já ég hef heyrt þetta sagt af mörgum sunnlendingnum sem eru að koma til Siglufjarðar í fyrsta skipti.
Flestir voru búnir að fá nóg eftir ferðalagið og gengu í koju sjálfur var ég í heimahúsi og var setið og spjallað aðeins frameftir. Daginn eftir þá áttum við fyrsta leik á Flateyri kl. 8 þannig að á lappir var skriðið kl 6:30 og lagt af stað um 7 djö... sem Það var erfitt.
Okkur gekk ekki vel í þessum fyrsta leik enda ekki vaknaðir og margir eitthvað slæptir og töpuðum við honum. Síðan var haldið til Ísafjarðar og þar unnum við leik og einnig loka leik þessa dags en hann var spilaður í Bolungarvík(Bosníuvík) stríðástandið þar hafði ekki áhrif á leik okkar en augljóslega á mannlífið á staðnum.
Nú svo var að sjálfsögðu farið og skemmt sér um kvöldið en það er skylda að skemmta sér vel og innilega á þessum mótum. Fórum við í Eninborgarhús og þar var BG og Margrét að spila og mikið svakalega var gaman mikið sungið og dansað og við að sjálfsögðu síðust úr húsi eins og svo oft áður, já það verður að standa sig jafnvel utan valla og innan. Ég læt þetta nægja í bili það var svo mikið að gerast að þetta tekur lágmark tvær bloggfærslur. Meira á morgun
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- 28.1.2011 Börnin borga,,,
- 14.1.2011 Niðurrif
- 31.12.2010 Innantóm loforð
- 11.11.2010 Þjóðar atkvæðagreiðslu
- 3.11.2010 Leiðtoginn,,,
Tenglar
Bloggvinir
Áhugaverðar heimasíður
- Framsóknarfélögin í Fjallabyggð
- Stjórnsýsluráðgjöf Sigurður Tómas
- Hrönn Einarsdóttir flottar myndir
- Sveinn Þorsteinsson myndir
- Þjóðlagasetur Sr Bjarna Þorsteinssonar
- Síldarminjasafn Íslands á Siglufirði
- Gistihúsið Hvanneyri
- Ferðaþjónusta Siglufjarðar
- Leó Óla
- Siv Friðleifsdóttir
- Vélhjólafélag Smaladrengja
- Samband íslenskra sveitafélaga
- Norðurland
- Skíðafélag Siglfirðinga Skíðaborg
- Háskólin á Hólum
- Lífið á Sigló
- Framsókn
- Fjallabyggð
- Þórarinn Hannesson Trúbador og ljóðskáld
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Birkir Jón Jónsson
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Fanný Guðbjörg Jónsdóttir
- Heiðar Lind Hansson
- Ketilás
- Sigurður Árnason
- Vefritid
- maddaman
- Einar Björn Bjarnason
- FUF í Reykjavík
- Gestur Guðjónsson
- Hlini Melsteð Jóngeirsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Rauða Ljónið
- Samband ungra framsóknarmanna
- Sigurjón Norberg Kjærnested
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.