Leita í fréttum mbl.is

Blakmótið búið 1. kafli

Jæja þá er maður komin heim og er allur að hressast eftir vægast sagt frábæra daga á Ísafirði og nágrannasveitarfélögum. Ég ætla að byrja á því að óska Skellum frá ísafirði og þeirra fólki til hamingju með frábært mót og góðar móttökur, en það er ekki auðvelt að skipuleggja svona stórt mót en þeim tókst það mjög vel.

Eins og áður sagði þá var lagt af stað frá Sigló um 14 á miðvikudaginn og sóttist ferðalagið nokkuð vel við stoppuðum í Staðarskálka og síðan var áð hjá Ester í Sævangi við Hólmavík og var boðið uppá súpu salat og brauð og kaffi á eftir. Var vel tekið til matar síns einnig skoðuðu margir sauðfjársafnið sem þar er.

T.d. er kassi með hrútabandi í og var skilti sem hvatti fólk til að opna og þefa einhverjir létu undan forvitninni og ekki að sökum að spyrja lyktin er ekkert sérlega góð og einhverjir urðu grænir. Síðan var keyrt nánast sleitulaust til Ísafjarðar og var sungið og trallað allt Djúpið og komið til Ísafjarðar um 22:30

Það kom mér mjög á óvart hvað margir voru að koma keyrandi til Ísafjarðar í fyrsta skipti, gaman að heyra í hópnum raddir sem töldu vegakerfið og fjarlægðir miklar, já ég hef heyrt þetta sagt af mörgum sunnlendingnum sem eru að koma til Siglufjarðar í fyrsta skipti.

Flestir voru búnir að fá nóg eftir ferðalagið og gengu í koju sjálfur var ég í heimahúsi og var setið og spjallað aðeins frameftir. Daginn eftir þá áttum við fyrsta leik á Flateyri kl. 8 þannig að á lappir var skriðið kl 6:30 og lagt af stað um 7 djö... sem Það var erfitt.

Okkur gekk ekki vel í þessum fyrsta leik enda ekki vaknaðir og margir eitthvað slæptir og töpuðum við honum. Síðan var haldið til Ísafjarðar og þar unnum við leik og einnig loka leik þessa dags en hann var spilaður í Bolungarvík(Bosníuvík) stríðástandið þar hafði ekki áhrif á leik okkar en augljóslega á mannlífið á staðnum.

Nú svo var að sjálfsögðu farið og skemmt sér um kvöldið en það er skylda að skemmta sér vel og innilega á þessum mótum. Fórum við í Eninborgarhús og þar var BG og Margrét að spila og mikið svakalega var gaman mikið sungið og dansað og við að sjálfsögðu síðust úr húsi eins og svo oft áður, já það verður að standa sig jafnvel utan valla og innan. Ég læt þetta nægja í bili það var svo mikið að gerast að þetta tekur lágmark tvær bloggfærslur. Meira á morgun


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hermann Einarsson
Hermann Einarsson

Áhugamaður um allt milli himins og helvítis

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband