Leita í fréttum mbl.is

Skýra vel út fyrir kjósendum í sjávarbyggðum???

Ég skora á Sturlu og flokksbræður hans að skýra fyrir mér og þá öðrum kjósendum sem búum í sjávarbyggðum hvað hann er að fara.

Eins og staðan er á Siglufirði í dag já og hefur verið nú í nokkurn tíma þá er aðeins trillu útgerð á Siglufirði, ekki svo að ég sé að gera lítið úr henni það er af og frá. Heldur hitt að hérna er stórt fyrirtæki sem er með mjög mikinn þorskkvóta en hann er veiddur af frystitogurum og svo í Þorlákshöfn eina starfsemin sem er á Siglufirði eru skrifstofur sem nú eru þar sem frystihúsið var áður. Góð þróun ég held ekki?

Loðnuverksmiðja sem var áður Síldarverksmiður ríkisins voru einkavæddar og þá afhenti Þorsteinn Pálsson félögum sínum þær á silfurfati og voru skírðar SR Mjöl síðan gerist það að SVN eignast þetta allt saman og hefur nú lagt niður verksmiðjuna. Góð þróun ég held ekki?

Það gerðist svo hérna í febrúar að togari sem við kjósendur sjávarbyggða(Siglufirði) vitum varla hvernig lítur út kom inn til að setja fisk til geymslu í frystiklefa Ramma að hann strandaði fyrir framan bensínstöðina og höfðu gárungarnir á orði að það væri ekki skrýtið. Skipstjórnarmenn rata ekki inn fjörðinn þeir hafa bara komið akandi og rata á bensínstöðina. Góð þróun ég held ekki.

Sturla og co þú ert velkomin hvenær sem er og við skulum fara yfir þetta með nýtingu sjávarauðlindanna.


mbl.is Aðild að ESB ekki fýsilegur kostur segir forseti Alþingis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Þetta eru afar góð og auðskilin dæmi sem þú tekur af stöðunni Hermann. Jafnvel afdankaður fyrirgreiðslupólitíkus af eldgamla tímanum ætti að fá botn í þetta. Það er vandséð hvernig aðild að ESB getur rústað betur sjávarbyggðum á Íslandi? Endemis kjaftæði og ekkert annað. Hann útskýrir allavega ekkert heldur fyrir okkur hér í Þorlákshöfn, hvar allur samanlagður kvótinn mundi ekki geta rekið einn alvöru frystitogara.

Bölvaður tuskuvaskur Sturla þessi, sem ekkert erindi á lengur í pólitík. Og hefur sennilega aldrei átt?

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 24.4.2008 kl. 21:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hermann Einarsson
Hermann Einarsson

Áhugamaður um allt milli himins og helvítis

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 94647

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband