Leita í fréttum mbl.is

Til lukku SPOL

Ég var svo heppinn að vera staddur í Ólafsfirði í dag þegar þessi gjörningur var gerður upp á Múlakollu. Ég fékk far með snjósleða og var ökumaðurinn(Símon) alveg þrælvanur og svei mér þá ef skíðin á sleðanum voru ekki meira uppí loft en í snjónum enda helv.... bratt.

Þetta var mögnuð ferð og útsýnið af Múlakollu alveg einstakt veðrið gat ekki verið betra sól og já það var logn í tæplega þúsund metrunum.  þarna fluttu menn tölur og meðal annars þá sagði Björn Þór frá þeim tindum og kennileitum sem fyrir augum bar og það var nú ekki neitt smá útsýni.

þetta er gleðidagur fyrir Jónas sparisjóðstjóra og hans fólk og til hamingju með þetta ekki skemmdi það nú stemminguna þegar Hákon starfandi stjórnaformaður Creditinfo upplýsti að hann ætti ættir að rekja til Dalvíkur. En eins og margir þekkja þá hefur verið töluverður rígur á milli þessara tveggja bæja. Vonandi er þetta upphafið að nánara samvinnu milli staðanna?

Hákon sagði einmitt eitthvað á þá leið að fyrir fimmtán til tuttugu árum þá hefði hann ekki trúað því að eiga eftir að undirrita samning við Sparisjóð Ólafsfjarðar og hvað þá upp á Múlakollu, já svona breytast nú tímarnir og mennirnir með.

Það sem  vakti furðu mína var að ekki sáu þeir hjá Rúvak ástæðu til að mæta þótt að búið væri að bjóða þeim, kannski ekki nógu neikvæð frétt að þeirra mati, margir höfðu orð á því í dag?

Ég fékk svo far niður með sama sleðanum og ökumanninum góða og ekki var niðurferðin leiðinlegri, takk kærlega fyrir mig


mbl.is Samið í nærri þúsund metra hæð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hermann Einarsson
Hermann Einarsson

Áhugamaður um allt milli himins og helvítis

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband