Leita í fréttum mbl.is

Góður dagur á pallinu kakó og koníak

Gærdagurinn var alveg magnaður það var þvílík blíða að mar á varla til orð. Góður bæjarráðsfundur og ég skilaði skýrslunni af mér formlega, það er ljóst að fyrirtæki og stofnanir í Fjallabyggð eru tilbúin að taka að sér verkefni svo um munar. Skýrslan verður birt von bráðar og svo tekur við nefnd á vegum forsætisráðuneytis sem fer yfir málin með fulltrúum sveitarfélagsins og var óskað eftir því á bæjarráðsfundinum að það gerðist sem allra fyrst.

Aftur að góðum og sólríkum degi ég kláraði að moka snjóinn sem eftir var á pallinum mínum, dreif mig síðan á skíði í Skarðið en þar var skíðamót og sá ég um að starta yngstu krökkunum og var það mjög gaman flottir krakkar og kappsöm. þegar þessu lauk þá skellti maður sér í heitapottinn og látið líða úr sér. Nú eftir kvöldmat þá mátti maður til með að fylgjast með krökkunum í Skólahreysti en krakkarnir frá Grunnskóla Siglufjarðar voru að keppa og stóðu þau sig frábærlega lentu í þriðja sæti og verð ég að segja að þau eiga hrós skilið fyrir þennan árangur "flott krakkar"

Síðan kom rúsínan í pylsuendanum, garðhúsgögnin voru sótt úr geymslunni og stillt upp á pallinn enda veðrið alveg magnað, við félagarnir stórleikarinn Tumi Cruise og ég fengum okkur kakó og smá koníak svona til að fagna sumrinu(smá forskot) að vísu vorum við í úlpum og góðum yfirhöfnum því  það var farið að kólna svolítið þegar leið á kvöldið.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hermann Einarsson
Hermann Einarsson

Áhugamaður um allt milli himins og helvítis

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband