Leita í fréttum mbl.is

Áhrif lofstslagsbreytinga á fiskveiðar

Mjög áhugaverð lesning að mínu mati og hvet ég alla þá sem áhuga hafa á umhverfismálum að skoða þetta vel.

Hvaða áhrif hafa loftslagsbreytingar á fiskistofna og fiskveiðar? Um þetta verður rætt á ráðstefnu sem haldin verður í Björgvin í Noregi dagana 17. og 18. Apríl. Ráðstefnugestir verða fulltrúar stjórnvalda, fiskveiðisamtaka og vísindamenn hvaðanæva að af Norðurlöndum og ESB-ríkjunum.
Rannsóknir hafa sýnt fram á að hitastig á jörðinni fer hækkandi. Á ráðstefnunni verður meðal annars rætt um áhrif hlýnandi loftslags og vatns frá líffræðilegu sjónarmiði, þ.e. þau áhrif sem þær geta haft á fiskistofna og dreifingu þeirra um heimshöfin.
Einnig verður rætt um samfélagsleg, efnahagsleg og pólitísk áhrif loftslagsbreytinga á fiskveiðar almennt.
Norska Hafrannsóknarstofnunin, í samstarfi við norska sjávarútvegsráðuneytið, Norrænu ráðherranefndina og Framkvæmdstjórn ESB, stendur fyrir ráðstefnunni. Helga Pedersen sjávarútvegsráðherra Noregs setur ráðstefnuna ásamt Halldóri Ásgrímssyni framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar.

Krækja á síðu ráðstefnunnar: http://www.imr.no/aktuelt/konferanser/klimaendringer_fiskeriforvaltning

Fiskveiðasamstarf á Norðurlöndunum: http://www.norden.org/fisk/sk/index.asp?lang=1


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hermann Einarsson
Hermann Einarsson

Áhugamaður um allt milli himins og helvítis

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 94647

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband