Leita í fréttum mbl.is

Lágheiðin greiðfær

Þá er maður loksins komin heim eftir langan og strangan dag í litlu Reykjavík í dag. Við fórum þrjú af stað frá Sigló klukkan hálfsjö í morgun námskeiðið hófst klukkan níu og það var ekki búið að opna Lágheiðina. Námskeiðið var mjög gott og lærdómsríkt haldið í gamla húsi háskólans á Akureyri, fórum í hádegismat á nýja háskólasvæðið og þar var margt um manninn.

það sem vakti undrun mína var hvað heyrðist talað saman á mörgum tungumálum, umhverfið fékk á sig alþjóðlegan blæ og var gaman að upplifa það. Óhætt að segja að það hafi verið vor í lofti á staðnum og missti ég annarslagið athyglina frá fyrirlesaranum þegar maður sá mótorhjól bruna hjá.

En svo var komið að heimferð og var nú ákveðið að hringja í Vegagerðina og viti menn jájá við erum búin að opna Lágheiðina, ég trúði ekki mínum eigin eyrum þvílíkur munur og ég sá fram á að komast á blakæfingu á nánast réttum tíma, enda veitir ekki af að æfa mót á Ísafirði 1.maí get varla beðið eftir að komast vestur í menninguna og dýrðina sem þar er, og ekki síður að hitta allt það skemmtilega fólk sem maður hefur kynnst í gegnum blakið á undanförnum árum.

Ég ætla að nota tækifærið og þakka Vegargerðinni sérstaklega fyrir að vera búnir að opna heiðina og læt fylgja með slóða á myndir sem voru teknar á há heiðinni af bæjarstjóranum í Fjallabyggð Þóri Kr enda kallinn góður á myndavélinni.

http://picasaweb.google.com/siglufjordur01/LGheiIn

ps frétti að fólki sem er að vinna að vekefni í Ólafsfirði og það var ekkert að hangsa við hlutina rauk yfir í kvöldmatnum og vann sitt verk og var komið til baka rúmlega tíu, já það er ekki svo langt á milli bæjarhluta þegar Lágheiðin er fær................

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hermann Einarsson
Hermann Einarsson

Áhugamaður um allt milli himins og helvítis

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband