Leita í fréttum mbl.is

Svanurinn vottar líka gæði andrúmsloftsins

Þetta eru gleði fréttir mörg fyrirtæki eru nú þegar að nota umhverfismerkið Svaninn á sínar vörur.

Norræna umhverfismerkið Svanurinn er einnig góður valkostur fyrir merkingar um gæði andrúmsloftsins. Þetta kemur fram í nýrri matsskýrslu um Svaninn, sem Norræna ráðherranefndin hefur gefið út. Eftirspurn eftir framleiðsluvöru sem merkt er umhverfisvæn fyrir andrúmsloftið hefur aukist og jafnframt eru neytendur tilbúnir að greiða meira fyrir hana.
Ekkert eitt kerfi er til vegna loftslagsmerkinga á framleiðsluvöru. En í skýrslunni kemur fram að neytendur telji umhverfismerkið Svaninn góðan valkost til að fá upplýsingar um losun koltvísýrings. Skaðsemi á andrúmsloftinu er nefnilega meðal þess sem metið er áður en vara fær umhverfisvottun með Svaninum.
Í matsskýrslunni er einnig fjallað um evrópska umhverfismerkið ESB-blómið. Fjallað er um tengsl þessara tveggja umhverfismerkinga og hvernig samhæfa megi notkun þeirra betur.
Umhverfismerkin Svanurinn og ESB-blómið eru ólík að sumu leyti: Svanurinn nær til 66 vöruhópa en Blómið eingöngu til 25 hópa. Svanurinn er fjármagnaður að miklu leyti með afnotagjöldum en Blómið að mestu fyrir opinbert fé. Norræna umhverfismerkið nýtur, samkvæmt skýrslunni, einnig meira trausts neytenda, meðal annars vegna góðrar markaðssetningar og kynningar.
Matskýrslan var fjármögnuð af Norrænu ráðherranefndinni, en finnska Neytendarannsóknamiðstöðin í samstarfi við IIIEE (Internationalla institutet för industriell miljöekonomi) í Svíþjóð gerðu könnunina.
Umhverfismerkingar og Svanaskýrslan verður til umræðu á ráðstefnu sem haldin verður í Svíþjóð þann 22. apríl. Þar verður meðal annars rætt um samband ESB-Blómsins og Svansins, Svaninn og opinbera græna stefnu og Svaninn og loftslagsmálin.

Það eru Samþættingar- og jafnréttisráðuneytið, SIS, Umhverfismerking og Norðurlöndin í brennidepli sem standa fyrir ráðstefnunni.

Krækjur:
Nánar um ráðstefnuna
Vefsíða um Umhverfismerkið Svaninn
Nánar og panta skýrsluna
Umhverfissamstarf á Norðurlöndum

Tenglar:
Cecili Wilhelmsson
Mats Ekenger, umhverfisráðgjafi, Norrænu ráðherranefndinni

Myndatexti:
Umhverfismerkið Svanurinn

Nánar um ráðstefnuna: http://www.nordenifokus.se/

Vefsíða um Umhverfismerkið Svaninn: http://www.svanen.nu/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hermann Einarsson
Hermann Einarsson

Áhugamaður um allt milli himins og helvítis

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 94647

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband