Leita í fréttum mbl.is

Bæjarstjórinn Ragnfríður Reykás

Ég get ekki orða bundist yfir annars ágætum bæjarstjóra Dalvíkurbyggðar Svanfríði Jónasdóttir. Það sem vekur undrun mína er einkum tvennt, annarsvegar ummæli hennar í fréttum Stöðvar2 þar sem hún telur framkvæmd Héðinsfjarðargangna tímaskekkju nær hefði verið að tvöfalda Múlagöng áður en byrjað yrði að bora Héðinsfjarðargöng.

Bíðum nú aðeins við þessi sami bæjarstjóri hélt lofræðu sl fimmtudag þegar þeim áfanga var fagnað að búið var að sprengja í gegn til Héðinsfjarðar og þetta væri stórt skref ekki bara fyrir Siglfirðinga heldur allt Eyjarfjarðarsvæðið. Ég sem bæjarfulltrúi var mjög glaður að heyra þessi orð bæjarstjóra Dalvíkurbyggðar og skáluðum við fyrir framan myndavélina í tilefni þessa merka áfanga.

sjá mynd 2008-04-03_17-37-30_238

Síðan gerist það að heilbrigðisráðherra hefur fyrirskipað sameiningu heilbrigðisstofnun Siglufjarðar og heilsugæslustöðva Dalvíkur og Ólafsfjarðar undir eina yfirstjórn. Búið er að vinna í þessu máli í nokkra mánuði og hafa framkvæmdastjórar áðurtalda stofnana unnið þá vinnu ásamt fleirum.

Með þessari sameiningu þá sjá menn ekkert annað en tækifæri á aukinni þjónustu og möguleika á útvíkkun starfseminnar, en nei bæjarráð Dalvíkurbyggðar sér ekkert nema neikvætt við þetta og nær að sameina heilbrigðisstofnanirnar við FSA.

Ég velti fyrir mér hvað þeim í Dalvíkurbyggð gangi til með þessu öllu saman? Veit af hrepparíg á milli Ólafsfjarðar og Dalvíkurbyggðar en fyrr má nú aldeilis fyrr vera. Ég hefði haldið að gott væri fyrir byggðirnar við utanverðan Eyjafjörð að sameinast um sem flest mál og starfa sem ein heild.

Já meðan ég man þá sagði Svanfríður í útvarpsviðtali fyrir tæpum tveimur árum síðan að hún sæi fyrir sér sameiningu Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar innan tíu ára, var það Ragnfríður Reykás sem talaði þarna eins og ég hef á tilfinningunni að hafi talað opinberlega síðustu daga ma ma ma bara spyr?

En ég get ekki látið hjá líða að birta ályktun frá bæjarstjórnarfundi Fjallabyggðar sem var í Ólafsfirði í gær og var hún samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

1.      Eftirfarandi ályktun var samþykkt samhljóða.

“Bæjarstjórn Fjallabyggðar ályktar eftirfarandi vegna sameiningar heilbrigðisstofnunar og heilsugæslustöðva 2008-2009 við utanverðan Eyjafjörð.

 

Í tilkynningu Heilbrigðisráðuneytisins kemur fram að ákveðið hefur verið að sameina Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar, Heilsugæsluna í Ólafsfirði og á Dalvík og er markmiðið að auka og styrkja þjónustuna við íbúana, nýta betur þekkingu fagfólks og skapa sterkari rekstrareiningar. Sameiningin skapar sömuleiðis möguleika á því að auka nærþjónustu við íbúana t.d. með reglubundnum komum sérfræðilækna og annarra heilbrigðisstarfsmanna til hinna ýmsu starfsstöðva á viðkomandi svæðum.

 

Bæjarstjórn fagnar þessum hugmyndum og telur þær eingöngu til þess fallnar að auka þjónustu íbúa við utanverðan Eyjafjörð. Einnig aukist líkur á að heilbrigðisþjónustan á svæðinu geti tekið við fleiri verkefnum t.d. frá FSA.”


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hermann Einarsson
Hermann Einarsson

Áhugamaður um allt milli himins og helvítis

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 94647

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband