6.4.2008 | 10:48
Bestur í heimi
Ég rakst á þessa grein í Analys Norden og er hún eftir Ragnhildi Sverrisdóttir blaðamann, Ragnhildur er með svolítið svartan húmor og það er húmor sem mér líkar vægast sagt afar vel.
Ég er svo hjartanlega sammála henni þar sem hún veltir fyrir sér þeirri stöðu sem uppi er í samfélaginu. Og að tengja þetta við einu skemmtilegustu "léttöl" auglýsingu er alveg snilld.
Hérna er linkur á grein Ragnhildar Sverrisdóttur
Í sjónvarpsauglýsingum fyrir íslenskan bjór sitja tveir íslenskir náungar við barborð og monta sig við erlendan ferðamann. Þeir hafa af nógu að taka. Hér á landi eru sterkustu karlar heims og fegurstu konurnar, við vorum fyrst ríkja til að viðurkenna sjálfstæði Litháen og við lögðum Breta að velli í Þorskastríðinu svokallaða þegar við færðum landhelgina út.
Auglýsingarnar eru mjög fyndnar, af því að þær ná að fanga vandræðalegasta einkenni smáþjóðarinnar: Þörfina til að upphefja sig í samfélagi hinna stærri og voldugri.
Kannski hefði átt að svíða undan þessum auglýsingum, en Íslendingar höfðu bara gaman af þeim, hölluðu sér aftur í sófanum, skelltu upp úr og hugsuðu sjálfsagt flestir með sér að þetta væri nú aldeilis rétt. Ísland væri best í heimi. Eða var ekki bullandi velmegun á landinu? Og voru íslensku bankarnir ekki að kaupa upp alla þessa útlendu banka? Íslensk fyrirtæki að kaupa upp fasteignir og verslunarfyrirtæki víða um heim? Áttum við ekki flugfélög um víðan völl, jafnvel í sjálfri Ameríku? Meira að segja stórverslunin Magasin í Danmörku er nú í eigu Íslendinga og landinn á líka Hotel DAngleterre. Og allir vissu að framtíðin lá í jarðvarma og þar voru Íslendingar fremstir í flokki.
Satt best að segja hafa Íslendingar verið alsælir með stöðu sína í hópi hinna stóru og voldugu undanfarin ár. Sameinuðu þjóðirnar lásu líka í lífskjör okkar og sögðu hvergi betra að búa. Við höfðum loks fengið staðfestingu á yfirburðum okkar og gátum kennt heiminum svo margt. Við ætluðum meira að segja og ætlum okkur reyndar enn- að gera okkur gildandi með því að fá sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Það er enginn kotungsbragur á því.
Nú er ljóst að ekki verður litið til okkar sem fyrirmyndar í fjármálum á næstunni. Útrásin var fjármögnuð með ódýru, erlendu lánsfé, sem nú er horfið eins og dögg fyrir sólu. Krónan hrundi niður úr öllu valdi á örfáum vikum og Seðlabanki Íslands reynir að klóra í bakkann með hæstu stýrivöxtum á byggðu bóli. Þeir eru 15% og enn er krónan skjálfandi smámynt innan um dollara og evrur heimsins. Vörur hækka dag frá degi og því er spáð að matvælaverð, sem nú er það hæsta á Norðurlöndunum, muni hækka um allt að 20% á næstunni.
Bjórauglýsingarnar eru ekki lengur sýndar í íslensku sjónvarpi og vafasamt að svartsýn þjóðin myndi hafa húmor fyrir þeim núna.
Hvað gerum við nú?
Þjóðinni var skyndilega kippt niður á jörðina, eftir góðærisfyllerí síðustu ára. Fólk ærðist af ofurtrú á einum minnsta gjaldmiðli heims og tók lán í erlendri mynt til að kaupa hús og bíla. Þau lán eru núna að sliga fólk og margir sjá fram á að missa húsnæði sitt, verða að selja með bullandi tapi á fasteignamarkaði, þar sem verðið fer sífellt lækkandi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- 28.1.2011 Börnin borga,,,
- 14.1.2011 Niðurrif
- 31.12.2010 Innantóm loforð
- 11.11.2010 Þjóðar atkvæðagreiðslu
- 3.11.2010 Leiðtoginn,,,
Tenglar
Bloggvinir
Áhugaverðar heimasíður
- Framsóknarfélögin í Fjallabyggð
- Stjórnsýsluráðgjöf Sigurður Tómas
- Hrönn Einarsdóttir flottar myndir
- Sveinn Þorsteinsson myndir
- Þjóðlagasetur Sr Bjarna Þorsteinssonar
- Síldarminjasafn Íslands á Siglufirði
- Gistihúsið Hvanneyri
- Ferðaþjónusta Siglufjarðar
- Leó Óla
- Siv Friðleifsdóttir
- Vélhjólafélag Smaladrengja
- Samband íslenskra sveitafélaga
- Norðurland
- Skíðafélag Siglfirðinga Skíðaborg
- Háskólin á Hólum
- Lífið á Sigló
- Framsókn
- Fjallabyggð
- Þórarinn Hannesson Trúbador og ljóðskáld
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 94647
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Birkir Jón Jónsson
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Fanný Guðbjörg Jónsdóttir
- Heiðar Lind Hansson
- Ketilás
- Sigurður Árnason
- Vefritid
- maddaman
- Einar Björn Bjarnason
- FUF í Reykjavík
- Gestur Guðjónsson
- Hlini Melsteð Jóngeirsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Rauða Ljónið
- Samband ungra framsóknarmanna
- Sigurjón Norberg Kjærnested
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.