Leita í fréttum mbl.is

Skólamáltíðir á Siglufirði

það var stór dagur í Siglufirði en 1. apríl, hófust skólamáltíðir fyrir nemendur í 5.-10. bekk í Grunnskóla Siglufjarðar.  Það er Allinn sem sér um matseldina og þar matast börnin og þeir starfsmenn skólans sem þess óska.  Um 80 nemendur hafa nú skráð sig í fæði en lágmark er að kaupa 12 máltíðir í mánuði.  Á matseðlinum er fjölbreyttur hefðbundinn heimilismatur. 

Á heimsíðu skólans segir að á þessum fyrsta degi hafi allt farið vel fram, nemendur voru stilltir og prúðir og ýsan rann ljúflega niður með kartöflum, hamsatólg og rúgbrauði.  Þó nokkrir fóru tvær ferðir enda ungt og orkuríkt fólk hér á ferð. Hægt er að skoða myndir á heimasíðu skólans http://www.sigloskoli.is/  tekið af vef Fjallabyggðar

Ég hef heyrt í mörgum foreldrum vegna þessa og er ekkert nema almenn ánægja með þetta framtak núverandi meirihluta. Það sem gleður mig einna mest er hvað umfjöllunin er jákvæð en eins og við flest vitum að þá heyrast neikvæðar raddir miklu hærra en þær jákvæðu, hvernig svo sem stendur á því.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Árnason

Þetta er flott hjá ykkur við vorum að einnig að opna mötuneyti í Árskóla á Sauðárkróki fyrir stuttu og mér skilst að það sé almenn ánægja með þetta hérna.

Sigurður Árnason, 2.4.2008 kl. 22:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hermann Einarsson
Hermann Einarsson

Áhugamaður um allt milli himins og helvítis

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 94647

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband