Leita í fréttum mbl.is

Lét þrjá hlaupa 1.apríl og er vinafærri fyrir vikið

Verð að deila með ykkur uppátækjum mínum með 1.apríl gabb, ég fór rúmlega átta í morgun á stjórnarfund SSNV á Hvammstanga. Meðan ég er að keyra þá datt mér í hug að plata einn góðan vin (var það fyrir þetta uppátæki) hringdi og bar mig mjög illa þóttist hafa gleymt skýrslu sem ég ætlaði að hafa með mér á fundinn hvort að hægt væri að faxa skýrsluna á skrifstofu SSNV og jújú þessi "vinur" ekkert nema almennileg heitin eins og alltaf svo sjálfsagt að hjálpa mér. ´

Stuttu seinna er hringt og skýrslan finnst ekki, ég leiðbeini í gegnum ruslið á skrifborðinu og viti menn skýrslan finnst eftir nokkur gröft og svo er hlaupið og faxað var reyndar búin að segja að upplýsingar um faxnúmerið væru hjá atvinnufulltrúanum sem er í hinum endanum á húsinu og þangað er hlaupið og númerið fengið.

Nú líður og bíður ég er að renna á Þverárfjall og skutla þá sms á þennan hjálpsama vin "1.apríl"  Það líður ekki á löngu eða þegar ég er aftur kominn í gsm samband að það kemur sms og það var ekki fallegt ég á samkvmt því ekki fleiri greiða inni.

Ótrúlegt hvað svona smá grín getur stytt manni stundi á svona langri og leiðinlegri keyrslu. En það er ekki allt búið enn þegar ég kem svo á skrifstofu SSNV á Hvammstanga þá kemur framkvæmdarstjórinn trítlandi með umslag merkt mér og segir að ég hafi fengið fax, já sæll takk fyrir það og þetta var á A3 blöðum. Ég varð þá að segja framkvæmdarstjóranum  að hann hafi verið að hlaupa 1.apríl svona óvart, ekki leiðinlegt.

Og svona til að kóróna daginn þá tók ég eitt símtal á heimleið og plataði góðan vin í neysluborginni sagðist vera að senda fax með pöntun og hvort að hún væri ekki við faxið, heyrðu jú bíddu aðeins ég ætla að labba að tækinu og eftir smá stund þá heyrist það kemur ekkert fax. Prufaðu að hoppa þrisvar og gáðu hvað gerist, ha hoppa? Já já hoppaðu ,bíddu Hemmi hvað meinarðu? Hvað dagur er í dag svo heyrist bar ooooooohhh þú ert skelfilegur djö.....

þessi dagur er alltaf skemmtilegur verð að segja það........ vinunum fækkar en ég held að þetta verði fyrirgefið eftir nokkra daga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hermann Einarsson
Hermann Einarsson

Áhugamaður um allt milli himins og helvítis

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband