30.3.2008 | 10:21
Herhúsið
Í gær fór ég á málverkasýningu en Auður Aðalsteinsdóttir, listmálari sýndi málverk sem hún hefur unnið í Herhúsinu á síðustu vikum. Í Herhúsinu á Siglufirði er gestavinnustofa fyrir innlenda og erlenda myndlistarmenn, tónlistarmenn, rithöfunda eða aðra sem vinna að listsköpun.
Málverkin hjá Auði eru mjög tengd náttúrunni eða móður náttúru eins og hún komst að orði fallegir litir og var grænn allsráðandi og formið mjög flott, takk fyrir góða sýningu Auður og vonandi eigum við eftir að verða þeirra gæfu aðnjótandi að sjá meira eftir þig hérna á Siglufirði.
Ég vil hvetja alla þá sem stunda list af einhverju tagi að skoða þann möguleika sem Herhúsið býður uppá, það hlýtur að vera magnað að geta verið í eigin heimi(Herhúsinu) og unnið að sinni list.
Tekið af heimasíðu
Saga hússins.
Herhúsið var byggt árið 1914 og um áratuga skeið, á tímum síldarævintýrsins mikla, voru haldnar þar samkomur fyrir sjómenn og heimafólk, Guði til dýrðar. Frá fyrstu árum starfseminnar er til þessi lýsing Laufeyjar Þóroddsdóttur: "Enginn sem ekki hefur verið á samkomu á Siglufirði getur gert sér fulla grein fyrir hvernig hún fer fram. Þar eru samankomnir Baptistar, Medodistar, Pinsevenner, Kínatrúboðsmenn, Innratrúboðsmenn, KFUM meðlimir o.s.frv., en á Siglufirði eru þeir allir hermenn í Hjálpræðishernum, það er að segja þeir hópast um oss og taka þátt í starfi voru sem væri það þeirra eigið starf. Það er alls ekki sjaldgæft að heyra á einni samkomu vitnisburði á sænsku, norsku, dönsku, færeysku og íslensku. Allt fer mjög frjálslega fram, þeir sem hafa löngun til að vitna þeir gera svo".
Heimildir herma að sr. Bjarni Þorsteinsson, sóknarprestur, tónskáld og þjóðlagasafnari hafi látið flytja harmoníum kirkjunnar í Herhúsið og tekið þátt í samkomum þar ásamt konu sinni, Sigríði Blöndal, en hún lék á gítar og söng kvenna fegurst. Frá árinu 1980 dró mjög úr starfsemi Hjálpræðishersins og vorið 1999 komst húsið í eigu Herhúsfélagsins. Saga þess er nátengd sögu síldarbæjarins Siglufjarðar og bernskuminningar margra Siglfirðinga tengjast starfsemi hússins, kristniboði, söng og handavinnu undir leiðsögn norskra herkvenna.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:23 | Facebook
Nýjustu færslur
- 28.1.2011 Börnin borga,,,
- 14.1.2011 Niðurrif
- 31.12.2010 Innantóm loforð
- 11.11.2010 Þjóðar atkvæðagreiðslu
- 3.11.2010 Leiðtoginn,,,
Tenglar
Bloggvinir
Áhugaverðar heimasíður
- Framsóknarfélögin í Fjallabyggð
- Stjórnsýsluráðgjöf Sigurður Tómas
- Hrönn Einarsdóttir flottar myndir
- Sveinn Þorsteinsson myndir
- Þjóðlagasetur Sr Bjarna Þorsteinssonar
- Síldarminjasafn Íslands á Siglufirði
- Gistihúsið Hvanneyri
- Ferðaþjónusta Siglufjarðar
- Leó Óla
- Siv Friðleifsdóttir
- Vélhjólafélag Smaladrengja
- Samband íslenskra sveitafélaga
- Norðurland
- Skíðafélag Siglfirðinga Skíðaborg
- Háskólin á Hólum
- Lífið á Sigló
- Framsókn
- Fjallabyggð
- Þórarinn Hannesson Trúbador og ljóðskáld
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Birkir Jón Jónsson
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Fanný Guðbjörg Jónsdóttir
- Heiðar Lind Hansson
- Ketilás
- Sigurður Árnason
- Vefritid
- maddaman
- Einar Björn Bjarnason
- FUF í Reykjavík
- Gestur Guðjónsson
- Hlini Melsteð Jóngeirsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Rauða Ljónið
- Samband ungra framsóknarmanna
- Sigurjón Norberg Kjærnested
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.