Leita í fréttum mbl.is

EINELTI ER HELVÍTI Á JÖRÐ

þegar ég heyri orðið einelti þá kemur ónotatilfinning yfir mig, af hverju jú þetta er athöfn sem á engan rétt á sér. Þegar ég var ungur þá var einelti í mínum bekk og í skólanum og reyndar í samfélaginu öllu þegar maður hugsar um það.

Nú gerist það mörgum árum seinna þegar við skólasystkinin hittumst á 40 ára afmæli okkar að þar kemur að máli við mig stúlka sem var fyrir mjög miklu einelt svo ekki sé meira sagt og fer að rifja upp skólaárin meðal annars það sem var gert á hennar hlut. Ég dáist af henni hvernig hún sem átti virkilega bágt á þessum árum var ekki að erfa það við þá sem gerðu á hennar hlut, hún hafði fyrirgefið og var sátt við sig og líf sitt eins og það er í dag. Það eru líka margir gerendur sem sjá eftir gjörðum sínum og skammast sín og er það vel, það er nefnilega með okkur flest að við þroskumst með árunum.

Af hverju er ég að rifja þetta upp núna, jú það hefur verið unnið markvisst hjá Grunnskóla Siglufjarðar að eineltismálum og er ég sem íbúi í Siglufirði mjög stoltur af því framtaki sem stjórnendur og starfsfólk skólans hefur lagt af mörkum.

Það sem ég vildi að þessi umræða og þekking hafi verið til staðar á mínu skólaárum, það hefði hjálpað mjög mörgum þá bæði þolendum og gerendum. það er nú svo með eineltið að það virðist grassera mjög víða í samfélaginu því miður.

Eftirfarandi er tekið af heimasíðu Fjallabyggðar

Föstudaginn 29. febrúar sl. var haldið málþing um einelti og Olweusaráætlunina í Kennaraháskóla Íslands. Á málþinginu var leitast við að svara því hvernig Olweusaráætlunin hefur gjörbreytt skólastarfi frá því árið 2002 þegar verkefnið var sett á laggirnar. Um 130 manns mættu á þingið sem var bæði fróðlegt og skemmtilegt og þar spiluðu starfsmenn Fjallabyggðar stórt hlutverk. Jónína skólastjóri Grunnskólans á Siglufirði var með erindi er nefndist; Skólastarf fyrir og eftir Olweus. Nemendur á Siglufirði höfðu smíðað Olweus sjálfan í fullri stærð og var hann á sviðinu á meðan á ráðstefnunni stóð. Karítas fræðslufulltrúi Fjallabyggðar stjórnaði fjöldasöng ráðstefnugesta með undirspili og texta sem nemendur 7. bekkjar Grunnskólans í Ólafsfirði gerðu fyrir um 5 árum sem ber heitið; „Einelti er helvíti á jörð“ (við ,,Lagið um það sem er bannað“). Að lokum stjórnuðu Róbert kennari á Siglufirði og Karítas málstofum fyrir ráðstefnugesti.

Á undanförnum árum hefur markvisst verið unnið að því að minnka einelti í grunnskólum Fjallabyggðar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hermann Einarsson
Hermann Einarsson

Áhugamaður um allt milli himins og helvítis

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband