13.3.2008 | 00:00
Hæ Hemmi ég ætla að vera lyklabarn.....
Ég fór í Ólafsfjörð snemma í morgun og vorum við með þeim fyrstu yfir Lágheiðina(lengsta aðalgata í þéttbýli) frétti af bílum sem komu nokkuð á eftir okkur og lenti einn utanvegar og ekkert nema vesen vegna ófærðar, sem betur fer urðu engin slys eða tjón og allir komust leiðar sinnar stuttu seinna.
Ég fór í fyrirtæki í Ólafsfirði og var að frá kl 09:00-18:00 en þá fór ég frá síðasta fyrirtækinu, þetta var mjög fróðlegt og ástandið hjá þeim sem ég heimsótti almennt mjög gott.
þarna eru menn að framleiða fiskvinnsluvélar í hæsta gæðaflokki og smíða innan í sjúkrabíla og smíða slökkvibíla svo eitthvað sé nefnt. Ég endaði svo daginn á skrifstofunni í Ólafsfirði og var þar til rúmlega 19 en þá sótti ég fólk frá Sigló sem var á fundi í umhverfis og skipulagsnefnd en honum lauk rúmlega 19
Það var þæfingur á heiðinni (lengstu aðalgötu í þéttbýli) og fórum við rólega en vorum komin heim um 21, skemmtilegt fólk í bílnum á heimleið og mörg mál rædd og mikið hlegið svona eiga ferðalög að vera.
Ég er rétt komin heim þegar ég fékk alveg æðislegt símtal frá vinkonu minni sem er nú ekki neitt smá skemmtileg og svo er hún líka fyrirsæta með sítt krullað hár og bros sem bræðir alla.
En vinkona mín er sex ára og býr í þeim skrýtna bæ Hafnarfirði, hún tjáði mér að hún væri að byrja í skóla og svo kom þessi gullna setning "Hemmi ég ætla svo að vera lyklabarn" já hún Rakel María er alveg einstök og yndisleg ætlar að koma í heimsókn í sumar til mín og gista í marga dag. Pabbi hennar átti ekki til orð þegar hann tók svo við símanum þetta með lyklabarnið var ekki alveg að falla í kramið hjá kallinum.
Svo varð hún að fá símann aftur og segir mér þá þær fréttir að mamma hennar sé með lítið barn í maganum og hún var sko stolt og spennt, síðan kom Hemmi getur þú ekki talað aðeins við hann pabba. Já pabbi hennar er jafn gamall mér og það er alveg að fara með hann að nýtt barn sé á leiðinni, Súddi minn það verður að taka afleiðingum leikfimisæfinga sinna. Við höfum sama "skíta" húmorinn og göntuðumst með það þegar barnið fermist þá segi það öllum að þetta sé afi sinn:)
Já það er gaman af þessum blessuðum börnum og þá sérstaklega henni Rakel Maríu fyrirsætu í Hagkaups bæklingum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- 28.1.2011 Börnin borga,,,
- 14.1.2011 Niðurrif
- 31.12.2010 Innantóm loforð
- 11.11.2010 Þjóðar atkvæðagreiðslu
- 3.11.2010 Leiðtoginn,,,
Tenglar
Bloggvinir
Áhugaverðar heimasíður
- Framsóknarfélögin í Fjallabyggð
- Stjórnsýsluráðgjöf Sigurður Tómas
- Hrönn Einarsdóttir flottar myndir
- Sveinn Þorsteinsson myndir
- Þjóðlagasetur Sr Bjarna Þorsteinssonar
- Síldarminjasafn Íslands á Siglufirði
- Gistihúsið Hvanneyri
- Ferðaþjónusta Siglufjarðar
- Leó Óla
- Siv Friðleifsdóttir
- Vélhjólafélag Smaladrengja
- Samband íslenskra sveitafélaga
- Norðurland
- Skíðafélag Siglfirðinga Skíðaborg
- Háskólin á Hólum
- Lífið á Sigló
- Framsókn
- Fjallabyggð
- Þórarinn Hannesson Trúbador og ljóðskáld
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Birkir Jón Jónsson
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Fanný Guðbjörg Jónsdóttir
- Heiðar Lind Hansson
- Ketilás
- Sigurður Árnason
- Vefritid
- maddaman
- Einar Björn Bjarnason
- FUF í Reykjavík
- Gestur Guðjónsson
- Hlini Melsteð Jóngeirsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Rauða Ljónið
- Samband ungra framsóknarmanna
- Sigurjón Norberg Kjærnested
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.