Leita í fréttum mbl.is

Mýs og móðursjúk systir taka tvö

Það fór eins og litla systir vonaðist eftir allar mýs á bak og burt, kannski spurning hvort að einhverja haldi til í bílskúrnum nei nei segi bara svona.

Það var ekki sjón að sjá parketlögð gólfin öll þakin brauðsneiðum þetta minnti á eyðimörk, áferðin var alveg stórkostleg. Þegar litla systir skreið frammúr í morgun algerlega ósofin því mýsnar voru víst komnar undir sængurverin(hennar ímynd) þá var ekki búið að eiga neitt við eyðimerkur gólfið henni til mikils léttis en dóttirin sem er mikill dýravinur var ekki alveg eins glöð fannst þessar mýs ósköp krúttlegar.

Skemmst er frá því að segja að húsbóndinn sem er víðsfjarri vígvellinum sagði að hún gæti þá sofið alveg róleg næstu nætur, en dóttirin á setningu dagsins þegar hún vaknaði í morgun "mamma það suðar ennþá í eyrunum eftir öskrin í þér í gær).

Já það þarf sennilega ekki að kaup hátíðnihögna á þessu heimili. Vil benda litlu systur á að hafa orð bróður iðnaðarráðherra í huga og verum góð við mýsnar.

Ég ætla síðar að segja sögu af viðskiptum fjölskyldumeðlima við annað svipað kvikindi en það var rotta, sem er öllu óðgeðslegri kvikindi en mús. Sú saga er ekki síður lífleg get ég sagt ykkur en þar kom við sögu haglabyssa,barnakerra gólfsópur svo einhver áhöld séu nefnd, segi ekki  meir.

Svona eftirá að hyggja hvað er með þessa fjölskyldu og mýs og rottur það er rannsóknar efni útaf fyrir sig hefði ég haldið?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna

 Snilldar mýslusaga, bíð eftir rottufrásögninni.

Erna, 11.3.2008 kl. 23:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hermann Einarsson
Hermann Einarsson

Áhugamaður um allt milli himins og helvítis

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband