Leita í fréttum mbl.is

Mýs og móðursjúk systir

Ég ákvað að bjóða fjölskildu og vinum í mat í kvöld í tilefni þess að ég á 45 ára afmæli já árin eru orðin 45, mikið svakalega líður tíminn hratt.

Nema hvað það var mikið borðað og þóttu veitingarnar hinar ágætustu, ég hringdi á Skypinu í Mörtu eldri geimsteininn en hún er stödd á Ítalíu og var það nú ekki leiðinlegt að hafa hana með í veislunni, allavega fannst ömmu og afa þetta alveg mögnuð tækni.

Nú svo er fólk að tínast út þegar heyrast þessi svaka öskur og dóttir Stínu systur kemur hlaupandi yfir götuna og kallar Hemmi þú verður að koma mamma bara öskrar, ég þeysist yfir enda sprettharður mjög og vit menn þegar ég kem inn þá er litla systir alveg skjannahvít og kemur varla upp orði bendir og fálmar út í loftið og svo kemur smá hvísl "mús, mús það var mús á eldhúsbekknum" ég veit ekki afhverju hún var að óska eftir minni aðstoð þessi kvikindi eru ekki í neinu uppáhaldi hjá mér það verð ég að segja. Það hafði þá verið skilinn eftir opinn gluggi í eldhúsinu og svo einkennilega vildi til að snjórinn var akkúrat í glugga hæð þannig að eldhúsbekkurinn blasti við kvikindunum og opið hlaðborð sem var að sjálfsögðu raunin.

Hún öskraði svo hátt að músar kvikindið hentist út um gluggann, og ég hetjan og bjargvætturinn ný orðinn 45 skyldi nú skanna svæðið og fann ekki neitt annað kvikindi. Mínu verki lokið og ég fer aftur yfir götuna að kveðja restina af gestunum.

Nei viti menn það heyrist nú annað öskur mun kröftugra en hitt og heyrðist það alla leið vestur á firði. Ég og kjarkaður gestur stórleikarinn Tumi Cruise hlaupum yfir og er þá systir nær því að líða útaf en nær að stynja því upp að það hafi verið tvö kvikindi undir grillinu, stórleikarinn sá á eftir kvikindunum út um gluggann og hafði á orði að þær hefðu nú varla geta labbað svo feitar voru  þær orðnar eftir átið af hlaðborðinu.

Nú var tekið til við að skanna allt húsið öll vasaljós tínd til í hverfinu og leitað hátt og lágt í öllum skúmaskotum og ekkert fannst. Nú eins og áður sagði þá heyrðust öskrin vestur á firði og húsbóndinn sem er þar í útlegð hringdi heim og fékk þá þessar skelfilegu fréttir, hann hafði bar eitt ráð "settu brauðsneið á disk á gólfið og ef það er ekki búið að eiga við það á morgun þá er allt í stakasta lagi og mundu svo að' haf gluggann lokaðan". Já systir var ekki neitt smá ánægð með ráð bóndans eða hitt þá heldur.

Vonandi sofa þær mæðgur vel í nótt og mýsnar halda til fjalls það sem þær eiga heima.

Svona í lokin langar mig að þakka þeim sem voru hjá mér í kvöld fyrir ánægjulega kvöldstund og músar atriðið, eins öllum þeim sem sendu mér sms og hringdu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Kolbeinsdóttir

Ekki ertu bara sprettharður heldur líka stórskemmtilegur penni.   Bráðskemmtilegar músaveiðar og ég vona að við fáum framhaldsfréttir fljótlega af brauðsneiðinni!  

Kolbrún Kolbeinsdóttir, 11.3.2008 kl. 01:59

2 Smámynd: Grisemor

Þar sem þrjár mýs koma saman, þar er líka að finna framsóknarmann...

Grisemor, 11.3.2008 kl. 09:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hermann Einarsson
Hermann Einarsson

Áhugamaður um allt milli himins og helvítis

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband