Leita í fréttum mbl.is

Vér mótmælum allir álveri i Helguvík,hvar eru græna netið og ríkisstyrktu skrifararnir?

Ég sá þetta á bloggi sjávar og landbúnaðarráðherra og gæti ég ekki verið meira sammála honum. Einhverja hluta vegna þá verður gagnrýnin miklu mun meiri þegar á að fara í stóriðju framkvæmdir "úti á landi" frekar en á suðvesturhorninu sem er að sökkva landinu eins og ég hef komið að áður í mínum færslum.

Hvar er græna netið hjá Dofra og félögum og allir ríkisstyrktu rithöfundarnir með framtíðasýnina fyrir landsbyggðina og lausnirnar ég sakna þess að þeir sjái ekki vandan í bakgarðinum hjá sér, kannski þeir séu svo uppteknir af vandamálum landsbyggðarinnar og hálendisins að þeir taki eftir sökkvandi suðvesturhorni.

"Það var þegar Smári sagði okkur að búast við miklum árásum og mikilli gagnrýni frá hinum talandi og skrifandi stéttum gegn uppbyggingu atvinnulífs af þessu tagi á landsbyggðinni. Hann fullyrti að slík mótmæli heyrðust ekki þegar um væri að ræða sambærilega uppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu eða i næsta nágrenni þess. En öðru máli gegndi þegar um væri að ræða hugmyndir er lytu að atvinnuuppbyggingu fjær stór - höfðuborgarsvæðinu.

Og mikið rétt. Svona er þetta. Því miður.

Menn fara hamförum gegn hugmyndum um olíuhreinsistöð fyrir vestan og virðast ekki einu sinni telja að þann kost megi skoða sem aðra. En uppbyggingu í Helguvík t.d  er ekki mætt með sambærilegri gagnrýni. Þar gilda greinilega önnur sjónarmið.

Ekki er efnt til sérstakra funda gegn þeirri uppbyggingu. Og hið algjörlega hlutlausa Ríkisútvarp flytur manni ekki einhliða áróðursfrétt gegn atvinnuuppbyggingu á Suðurnesjum, líkt og við lögskipaðir afnotagjaldsgreiðendur fengum að heyra í Ríkissjónvarpinu sl sunnudag. Sú frétt var nú meiri skandallinn. Þar voru leiddir fram í einni prósessíu Árni Finnsson, Mörður Árnason og Bergur Sigurðsson hjá Landvernd. Krítíklausir andstæðingar þessarar hugmyndar og fréttin í samræmi við það. Þarna fauk hlutleysisgríma sjónvarpsins út í buskann.

Það er mikið umhugsunarefni þetta. Atvinnuuppbygging úti á landi er tekin öðrum tökum, en sú sem á höfuðborgarsvæðinu á sér stað. Við munum það sem fylgdumst með átökunum um stóriðjuna fyrir austan og við erum að sjá það núna í því undarlega trúboði sem nú fer fram gegn því að menn láti á það reyna hvort uppbygging olíuhreinsistöðvar geti fallið að lögum og reglum sem við höfum um slíka starfsemi hér á landi." þetta eru skrif á ráðherra og er hann meðal annars að vitna í Smára Geirsson forseta bæjarstjórnar Fjarðabyggðar sem var með framsögu á ráðstefnu um atvinnumál á vestfjörðum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hermann Einarsson
Hermann Einarsson

Áhugamaður um allt milli himins og helvítis

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband