31.1.2008 | 17:26
Fundur og síðan takka óður fjandi
það var bæjarráðsfundur nr. 80 í dag hjá Fjallabyggð það voru mörg skemmtileg mál á dagskrá að vanda en það var líka mjög erfitt mál. Það sem hefur komið mér einna mest á óvart í þeirri vinnu að vera í sveitarstjórnarmálum er hversu fjölbreitt landslagið er oft á tíðum. Þetta er sko skóli lífsins það er alveg ljóst.
Það upplýsist á morgun stór ákvörðunartaka sem tekin var í dag varðandi skíðasvæðið í Fjallabyggð. Vonandi verða sem flestir sáttir við þá ákvarðanatöku okkar.
Eftir fundinn sem stóð ekki nema í rúma þrjá tíma þá fór ég að aðstoða fullorðan frænku mína sem býr hérna í bænum, en hún var að fá sér Stöð2 og þar af leiðandi afruglara og það er sko ekki lítið mál skal ég segja ykkur.
Allavega frænka vildi helst hafa eina fjarstýringu fyrir allt "draslið" eins og hún orðaði það nú hófst þá samþætting á fjarstýringum og gekk það vel, en nú tók við námskeið og eftir svolítinn tíma þá kom þetta nú allt saman. Ja það var nú miklu einfaldara hérna í gamla daga með þessi tæki öll hvort heldur var útvarpið eða sjónvarpið að sögn frænku.
Það kom uppí hugann saga sem ég heyrði af ungri stúlku sem horfði á móður sína setja vínyl plötu á fóninn og sú stutta átti ekki til orð og svo þegar mamman snéri plötunni við þá var henni allri lokið, þetta segir okkur kannski hvernig tæknin breytist ört og þessi unga kynslóð sem er alin upp við tölvur og tómstundartæki á auðvelt með takkana, en hin sem eldir eru og ólust upp við eina útvarpsstöð og eina sjónvarpsstöð lifa á ólíkum tímum.
En svona rétt í lokin þá er hugur minn hjá starfsmönnum okkar sem fóru í austurbæinn (Ólafsfjörð) til að vinna en þau fóru frá Sigló seinnipart í gær vegna veður en þetta eru tæpir 500 km fram og til baka, án efa lengsta leið landsins á milli bæjarhluta, og jafnvel þó víðar væri leitað. Veðrið er nú ekkert sérstakt þessa daganna svona alvöru norðan átt vonandi gengur þeim vel á leiðinni heim.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- 28.1.2011 Börnin borga,,,
- 14.1.2011 Niðurrif
- 31.12.2010 Innantóm loforð
- 11.11.2010 Þjóðar atkvæðagreiðslu
- 3.11.2010 Leiðtoginn,,,
Tenglar
Bloggvinir
Áhugaverðar heimasíður
- Framsóknarfélögin í Fjallabyggð
- Stjórnsýsluráðgjöf Sigurður Tómas
- Hrönn Einarsdóttir flottar myndir
- Sveinn Þorsteinsson myndir
- Þjóðlagasetur Sr Bjarna Þorsteinssonar
- Síldarminjasafn Íslands á Siglufirði
- Gistihúsið Hvanneyri
- Ferðaþjónusta Siglufjarðar
- Leó Óla
- Siv Friðleifsdóttir
- Vélhjólafélag Smaladrengja
- Samband íslenskra sveitafélaga
- Norðurland
- Skíðafélag Siglfirðinga Skíðaborg
- Háskólin á Hólum
- Lífið á Sigló
- Framsókn
- Fjallabyggð
- Þórarinn Hannesson Trúbador og ljóðskáld
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Birkir Jón Jónsson
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Fanný Guðbjörg Jónsdóttir
- Heiðar Lind Hansson
- Ketilás
- Sigurður Árnason
- Vefritid
- maddaman
- Einar Björn Bjarnason
- FUF í Reykjavík
- Gestur Guðjónsson
- Hlini Melsteð Jóngeirsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Rauða Ljónið
- Samband ungra framsóknarmanna
- Sigurjón Norberg Kjærnested
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.