Leita í fréttum mbl.is

Hvar varst þú?

Ég sá aðeins í Kastljósinu hjá Þórhalli skólabróðir að sent var út frá Eyjum í tilefni þess að 35 ár eru frá gosinu. Ég man að kvöldið eftir þá sat ég ásamt systrum mínum við rúmmið hjá foreldrum mínum og við hlustuðum á lýsingu af því sem var að gerast í Eyjum en besta vinkona mömmu átti syni og þeir sínar fjölskyldur þarna. Þetta er eitthvað sem maður man alla tíð eins þegar árásin var gerð á tvíbura turnanna í USA ég man nákvæmlega hvar ég var staddur þegar það var tilkynnt.

Ég heyrði sögur fyrr í kvöld sem gerðust hérna í gamla daga á Sigló en hún móðir mín á auðvelt með að herma eftir fólki og þegar hún nær sér á flug ja þá er ekki aftur snúið við vorum í krampa vægast sagt það hefur verið gaman að vera til í gamla daga það er ekki spurning.

Oft velt því fyrir mér hvað gott er að eiga góða og skemmtilega að, bara þetta að hittast yfir kaffibolla og ræða um daginn og veginn sleppa sjónvarpinu og vera með vinum og kunningjum á góðri stund, já það skilur nú mun meira eftir en það að horfa á Skjá 1 eða Stöð 2 eða einhvern annan tíma þjóf.

Hef fengið góð viðbrögð við Búseta íbúðunum sem verið er að auglýsa á Sigló þetta er mikið þarfa mál fyrir okkur hérna það held ég að sé alveg ljóst.

Djö.. er klukkan orðin margt nú er best að hætta áður en svefngalsinn tekur völdin og einhver vitleysa ratar á skjáinn, góða drauma öll sem nennið að lesa þessar hugrenningar mínar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hermann Einarsson
Hermann Einarsson

Áhugamaður um allt milli himins og helvítis

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband