Leita í fréttum mbl.is

Bölvuð tík

Það var sagt við mig þegar ég fór í framboð fyrir síðustu bæjar og sveitastjórnakosningar að þessi pólitík væri mann skemmandi. Ég get nú ekki sagt að þetta sé mannskemmandi vissulega þreytandi en oft á köflum hörkuleg og stormasöm en aldrei rómantísk.

það er með pólitíkina og samstarfið eins og hjónabönd og sambönd það gefur oft á bátinn, stundum verða skilnaðir en oftar en ekki nást sáttir. Ég furða mig á myndun nýs borgarmeirihluta einfaldlega vegna þess að þessir aðilar voru búnir að reyna að mynda meirihluta í upphafi eins og svo vel var rifjað upp í sjónvarpi allra landsmanna í gærkvöldi, þá var Ólafur ekki nógu góður, maður hlýtur að spyrja sig um hug borgarbúa í þessu öllu saman. Svona í lokin hefur Sjálfgræðisflokkunum tekist að halda völdum í borginni um leið og hann fer með landsstjórnina spyr sá er ekki veit?

Nú segir Ingibjörg Erlendis að nýr borgarmeirihluti sé óstarfhæfur og óheillaspor en Geiri Hardi að þetta sé allt hið besta mál og málin rædd í bróðerni ja þetta skyldi þá ekki verða upphaf að einhverju meiru, gaman að fylgjast með framvindu mála á næstunni.

Ég verð að segja að svakalega er ég ánægðu með að BobbyFischer skuli vera komin undir græna torfu, það þarf þá ekki að velta því lengur fyrir sér hvort að jarða eigi hann á Þinvöllum, ja hérna láta sér detta það í hug þetta sýnir okkur kannski hvað smáborgarhátturinn er mikill hjá fámennri þjóð.

Halldóra yngri geimsteinninn á afmæli í dag tólf ára omg :) til lukku með daginn elskan mín.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hermann Einarsson
Hermann Einarsson

Áhugamaður um allt milli himins og helvítis

 

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 94651

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband