Leita í fréttum mbl.is

Kyrrlátt kvöld við fjörðinn

það er óhætt að segja að veðrið á Sigló í dag hafi verið eins og fallegt póstkort svo ekki sé meira sagt, stafa logn og -4 gráður.

Ég heimsótti Örlyg á Síldarminjasafnið og var það mjög ánægjuleg heimsókn hann hafði góðar fréttir af málefnum safnsins og er ég þess fullviss að þetta á allt eftir að vinda uppá sig. Það er mikill munur að hafa svona persónu eins og Örlyg í samfélaginu okkar þetta er maður sem sér hlutina svo oft með allt öðrum augum en margir aðrir og er það vel. Við ræddum vítt og breytt um ferðamál safnamál og svo margt fleira.

Ég verð líka að segja frá því að ég hitti gamlan brottfluttan Siglfirðing sem á hér hús og er nú komin á eftirlaun, hann var að dásama það að komast norður í hreina loftið og kyrrðina og svo sagði hann eitt sem mér fannst mikið til koma, það þekkja allir mann í bankanum og ekki er byrjað að spyrja um kennitölu. Þetta er einn af kostum þess að búa í fámenni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hermann Einarsson
Hermann Einarsson

Áhugamaður um allt milli himins og helvítis

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband