Leita í fréttum mbl.is

22. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar í Ráðhúsinu Siglufirði

22. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar var haldinn í dag í Ráðhúsinu á Siglufirði. Fyrir fundinn var kynning á viðskiptahugmynd Sigríðar Gunnarsdóttur, þar fer mikill frumkvöðull hún hélt mjög góða kynningu fyrir bæjarfulltrúum á hugmynd sinni sem hún hefur unnið að og hrint í framkvæmd eftir íbúafundina sem voru haldnir seint á síðasta ári í Fjallabyggð.

Þessi hugmynd Sigríðar er stór og mikil og hlakka ég til að fylgjast með framgangi mála hjá henni, en vegna trúnaðar þá er ekki hægt að greina frá þessu að svo stöddu. Ég hlakka til að vinna með svona frumkvöðli og vonandi eiga þeir eftir að verða fleiri í Fjallabyggð á næstu vikum og mánuðum.

 það var farið yfir fundagerðir bæjarráðs frá 27.desember og 10. janúar einnig yfir fundargerð félagsmálanefndar, húsnæðisnefndar og skipulags og umhverfisnefndar. Og að lokum var fyrri umræða um þriggja ára fjárhagsáætlun.

Þó nokkrar umræður sköpuðust um fundargerðir bæjarráðs eins og við var að búast og var það kannski einna helst um innheimtumál sveitarfélagsins en bæjarráð fól bæjarstjóra og fjármála og skrifstofustjóra að ræða við forsvarsmenn sparisjóðanna í Fjallabyggð og sýslumann vegna innheimtu fasteignagjalda. Einnig voru umræður um ráðningaferli starfsmanns skíðasvæðis í Skarðinu.

Fulltrúar meirihluta B og D lista lögðu fram tillögu þess efnis að endurskoða álagningu fasteignagjalda en eins og kunnugt er þá hækkaði fasteignamat í Siglufirði einna mest á landinu eða um 20% og það þarf að taka tillit til þess við álögur, málinu vísað til bæjarráðs og var það samþykkt samhljóða. Það voru nokkur önnur mál rædd sem of langt er að telja upp hér.

Ég furða mig oft á því af hverju bæjarbúar mæti ekki á bæjarstjórnarfundi en þeir eru öllum opnir þá geta þeir sem eru hvað duglegastir í gagnrýninni komið og hlustað á bæjarfulltrúana flytja sitt mál og fengið þetta allt saman beint í æð, það eru alltaf nokkrir sem koma á fundina í Ólafsfirði og kann ég því vel það verður öðruvísi andi á fundunum.

Fólk þarf ekkert að vera feimið við að mæta það verður ekkert sett í bann eins og Jón Viðar leikhúsgagnrýnandi (smá grín). Reyndar hafa áhorfendur ekki málfrelsi á fundum heldur sitja og hlusta.

Svona að lokum það er komin vika síðan frumburðurinn fór til Ítalíu til að vinna og ætlar daman að dvelja þar í einhverja mánuði pabbi gamli með hjartað í buxunum af áhyggjum Skype og myndavél sett í tölvuna svo hægt væri að hafa samband og eftirlit:) hehehheee.

Ég velti því oft fyrir mér eftir að hún sagði mér frá sínum plönum að mikið hafa krakkar í dag það gott allir þessir möguleikar heimurinn einn stór sandkassi til að leika sér í, ætli maður hefði ekki tekið svona tækifæri fegins hendi á sínum tíma ef þess hefði verið kostur sannfærður um það.

þeir sem þekkja dömuna og vilja fylgjast með henni á Ítalíu þá er þetta slóðin. www.martabjorg.bloggar.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hermann Einarsson
Hermann Einarsson

Áhugamaður um allt milli himins og helvítis

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband