Leita í fréttum mbl.is

Byggir Búseti á Norðurland í Siglufirði?

Þá er fyrsta skrefið stigið í þessu máli sem ég hef verið að vinna í síðan í október 2007 þetta eru gleðifréttir fyrir Siglfirðinga nær og fjær, síðan verður horft til Ólafsfjarðar með samskonar uppbyggingu.

Mín hugmynd er að byggt verði á gamla malarvellinum, það er á besta stað í bænum engar brekkur og aðkoma mjög auðveld og góð, gaman fyrir gömlu KS ingana að búa þarna í ellinni þar sem þeir voru hér áðurfyrr frá morgni til kvölds.

Ástæða þess að ég fór að vinna í þessu máli er fyrst og fremst sú að í Siglufirði er mikið af fólki sem komið er um og yfir sextugt, það fólk býr margt hvert í stórum einbýlishúsum og vill fara að minnka við sig en hefur ekki  í neitt að fara, svo að þetta gæti verið hagkvæm lausn.

Að sögn Benedikts Sigurðasonar framkvæmdastjóra Búseta á Norðurlandi þá er þetta mjög ör þróun þ.e.a.s. fólk er að selja stórar eignir og leigja þá minni íbúðir og þarf ekki að hafa áhyggjur af neiinu viðhaldi og öðru því sem  fylgir að eiga stóra eign.

sjá heimsíðu www.busetiak.is

 

Eftirfarandi er tekið úr fundargerð bæjarráðs Fjallabyggða 10.Janúar 2008

1.      Bygging Búsetaíbúða - möguleikar.
Lagt fram minnisblað um fund með fulltrúa Búseta á Norðurlandi 17. desember s.l.
Bæjarráð samþykkir að láta framkvæma könnun á því hvort áhugasamir kaupendur séu til staðar í sveitarfélaginu, eða annars staðar á landinu, sem hefðu hug á að kaupa eða leigja búseturéttaríbúðir í Fjallabyggð, miðað við þær rekstrar og fjármögnunarforsendur sem leiddar yrðu í ljós.
Stefnt verði að þeirri könnun verði lokið ekki seinna en í febrúar-mars 2008.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hermann Einarsson
Hermann Einarsson

Áhugamaður um allt milli himins og helvítis

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband