Leita í fréttum mbl.is

Smáborgaraskapur

Orðið smáborgaraskapur kemur sífellt uppí hugann þessa dagana, ég velti því  fyrir mér hvort að þetta sé ekki svona í öllum smærri samfélögum?

Það er nú einu sinni þannig að ef framkvæmdir eru í gangi þá hafa mjög margir "vit" skoðun á því hvernig þetta á að gera og oftar en ekki þá eru hlutirnir vitlaust gerðir. Ég hef líka velt fyrir mér hvernig sögur fara af stað, getur verið að fólk búi til sögur af samborgurum sínum sér til dægrastyttingar og þá með þeim tilgangi að koma einhverjum leiðindum af stað?

Ég man eftir að hafa lesið grein á BB sem fjallaði um sögusagnir grein þessi var skrifuð af aðila sem hafði lent í því að saga var búin til um hann og hans nánustu og hafði mikil áhrif á sálarlíf fjölskyldunnar, ætli þeir sem standa í þessu geri sér grein fyrir hverjar afleiðingar geta orðið?

En svo er oft alveg ótrúleg samkennd meðal þessara sömu samborgara þegar eitthvað bjátar á og það er kannski það sem gerir það að verkum að gott er að búa meðal smáborgara, þrátt fyrir sögusagnirnar og allt sem því viðkemur.

Mín skoðun er sú að betra er að vera persóna í litlu samfélagi en kennitala í stóru.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grisemor

Já eða eins og maðurinn sagði....það er betra að vera hákarl í eldhúsvaskinum en loðna á miðunum...

 Kv.

Halldór Þormar Halldórsson

Grisemor, 10.1.2008 kl. 01:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hermann Einarsson
Hermann Einarsson

Áhugamaður um allt milli himins og helvítis

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband