Leita í fréttum mbl.is

FJÁRHAGSÁÆTLUN FJALLABYGGÐAR 2008

Sjá www.fjallabyggd.is Þetta er metnaðarfull fjárhagsáætlun sem var samþykkt samhljóða og er ég stoltur af að taka þátt í þessum verkefnum sem framundan eru.

Fjárhagsáætlun Fjallabyggðar fyrir árið 2008 var samþykkt 18. desember s.l. Samkvæmt henni verður rekstrarniðurstaðan jákvæð um 104 milljónir króna þetta árið. Áætlað er að handbært fé verði 366 milljónir í lok árs 2008 sem er 23% af heildartekjum.

Áætlaðar eru framkvæmdir fyrir um 244 miljónir á árinu 2008. Ljúka á við stækkun leikskólans í Ólafsfirði. Kaupa á snjótroðara fyrir skíðasvæðið á Siglufirði og halda á áfram framkvæmdum við gatnagerð, vatnsveitu, fráveitu, hafnir, auk viðhalds og uppbyggingu á ýmsum eignum bæjarins.

Stærsti einstaki þátturinn innan áætlunarinnar eru 65 miljónir sem ætlaðar eru til byggingaframkvæmda við framhaldsskóla með höfuðstöðvar í Ólafsfirði. En nýverið auglýsti Menntamálaráðuneytið eftir verkefnisstjóra sem ætlað er að vinna að undirbúningi að stofnun framhaldsskólans í samvinnu við stýrihóp sem menntamálaráðherra skipaði á árinu 2007

Áætlun ársins 2008 ber með sér að sveitarfélagið er að auka verulega við framkvæmdir frá árinu 2007 og er það m.a gert til eflingar atvinnulífs í Fjallabyggð en áhrifa kvótaskerðingar er þegar farið að gæta á atvinnumarkaði Fjallabyggðar.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hermann Einarsson
Hermann Einarsson

Áhugamaður um allt milli himins og helvítis

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband